„Søgu þättur af Alfe | Kónge Og Alfs Reckumm “
Smávægilegar eyður í texta auðkenndar á stöku stað.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur egglaga gluggum ( 1 , 4-5 , 8-9 , 11 ) // Mótmerki: Fangamark PH ( 2-3 , 6-7 , 10 , 12 ).
Ein hönd, brotaskrift.
Band frá 1982.
Fastur seðill (86 mm x 161 mm) með hendi Árna Magnússonar og skrifara hans, e.t.v. Styrs Þorvaldssonar: „Hálfs-saga (og) Hálfsrekka. Með hendi séra Jóns í Villingaholti léð mér af Jóni Þorlákssyni 1709 og síðan seld 1710. Var til forna í innbundinni bók.“
Skrifað af Jóni Erlendssyni og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 164, en virkt skriftartímabil Jóns var c1625-1672. Var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 1 a fol., AM 9 fol., AM 139 fol., AM 156 fol., AM 169 a fol., AM 169 b fol., AM 169 d fol. og AM 192 fol..
Árni Magnússon fékk handritið lánað hjá Jóni Þorlákssyni árið 1709 og keypti það af honum árið 1710 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. október 1983.
Viðgert og bundið 1982. Eldra band fylgir.