Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 171 b fol.

AM 171 b fol. ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-6v)
Hálfdanar saga Eysteinssonar
Titill í handriti

Sagan af kóng Hálfdani svarta Eysteinssyni

Upphaf

Á fyrri manna öldum réð sá kóngur …

Niðurlag

… og dóttur er Ingibjörg hét.

Baktitill

Og lúkum vér hér þessari sögu af Hálfdani Eysteinssyni.

Athugasemd

Sörla saga sterka og Sturlaugs saga starfsama hafa áður staðið framan við Hálfdanar sögu í þessu handriti og Bósa saga aftan við (sbr. seðil).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam? ( 1-2 , 6 ) // Mótmerki: Stórt fangamark? ( 4-5 ).

Blaðfjöldi
i + 6 + i blöð (306 mm x 191 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með bleki 1-6.

Kveraskipan

 • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
 • Kver II: bl. 5-6, 1 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 257-267 mm x 155-160 mm.
 • Línufjöldi er ca 48-50.
 • Síðutitlar.
 • Griporð.

Ástand

Handritið er nokkuð skítugt en texti er óskertur.

Skrifarar og skrift

Með hendi Sigurðar Jónssonar á Knerri, kansellískrift.

Skreytingar

Upphafsstafir pennafylltir og flúraðir, stærstir á bl. 1r,4v, 5v-6v. Andlitsteikningar í upphafsstöfum á bl. 1v-2r, 4v, 5v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Leiðrétting á spássíu með hendi skrifara á bl. 2v.

Á bl. 6r stendur Evangelium á spássíu með annarri hendi.

Band

Band frá 1982 (311 mm x 214 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Gamalt band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill (103 mm x 171 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna handritsins: Sörla saga sterka. Sturlaugs saga starfsama. Hálfdanar saga Eysteinssonar. Bósa saga (ólík öðrum) allar með hendi Sigurðar Jónssonar á Knörr [Knerri].

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 141.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. október 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Myndað 1976.

Lagfært og bundið 1982. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 171 b fol.
 • Efnisorð
 • Fornaldarsögur
 • Fleiri myndir
 • LitaspjaldLitaspjald
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn