„Hier biriar Saugu af Eigle | hinum Einhendta og Aſmunde“
Samkvæmt eldri skrám var Hálfdanar saga Eysteinssonar áður á milli bl. 10 og 11 í þessu handriti en hún hefur verið skorin burt (sbr. seðil og AM 435 b fol., bl. 12r).
„Saga af Sǫrla hinumm | sterka“
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 2 , 4 , 6-8 , 10-11 , 13-14 , 16 , 18 ) // Mótmerki: Fangamark PD ( 1 , 3 , 5 , 9 , 12 , 15 , 17 , 19 ).
Brotaskrift.
Talsvert um spássíugreinar með hendi Þormóðs Torfasonar í fyrri hluta handritsins.
Band frá 1976.
Spjöld og kjölur í eldra bandi klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.
Tímasett til loka 17. aldar í Katalog I , bls. 139. Var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 101 fol. og AM 147 fol.
Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XVIII í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. AM 435 b fol. og seðil í AM 147 fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. maí 1976.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1976. Eldra band fylgdi.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.