Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 q fol.

Sögubók ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-12r)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Saga af Búa Andríðarsyni eður Kjalnesinga saga.

Upphaf

Helgi bjóla hét maður, son Ketils flatnefs …

Niðurlag

… færa í Skálholt og lét búa um.

Skrifaraklausa

Guðmundur Ólafsson.

Baktitill

Og endast hér af Búa að segja sem og Kjalnesinga sögu. Finis.

Athugasemd

 • Kaflaskipting i-v og vii-x; kaflamerkingu vantar við vi. kafla.

 • Skrifaraklausan er á blaði 12r.

2 (12r-15v)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

Af Jökli Búasyni hinum frækna.

Upphaf

Það er af þessum Jökli að segja …

Niðurlag

… og eignaðist Jökull Marsibil og varð mikill höfðingi. Og lýkur hér frá honum að segja.

Athugasemd

Þrír kaflar.

Niðurlag sögunnar er síðari viðbót; við skiptingu handritsins hefur blaðið sem texti niðurlagsins var á fylgt með upphafshluta næstu sögu (sjá: Uppruni, Spássíugreinar og aðrar viðbætur).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki // Ekkert mótmerki ( 1 , 3-4 , 7 , 10 , 12? , 14-15? ).

Blaðfjöldi
15 blöð (312 mm x 206 mm).
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt með svörtu bleki (efst í hægra horn): 1, 3, 5, 10, 12, 15.
 • Blaðmerkt með rauðu bleki (efst fyrir miðju): 1-15.

Kveraskipan

Tvö kver.

 • Kver I: blöð 1r-9v, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 10r-15v, 3 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 250-260 mm x 140-150 mm.
 • Línufjöldi er ca 36-40.
 • Griporð eru neðst í hægra horni blaða, afmörkuð með tvenns konar pennaflúri; sjá a) 1r-3r og 12r-15r og b) 3v-11v.
 • Afmörkun innri og ytri spássíu er hugsanlega fengin með þurroddi.
 • Kaflaskipting.

Ástand

 • Blettir eru víða á blöðum (sbr. t.d. á blöðum 8v, 9r og 12r).

Skrifarar og skrift

 • Guðmundur Ólafsson hefur hugsanlega skrifað blöð 3v-8v að mestu, auk flestra spássíuathugasemda handritsins. Fljótaskrift.

 • Meginhönd á blöðum 9r-12r skrifar kansellískrift en á stundum bregður fyrir öðru skriftarlagi. Skrifari er óþekktur.

Skreytingar

 • Á blaði 1r, í upphafi sögu, er stór pennaskreyttur upphafsstafur.

 • Að öðru leyti eru upphafsstafir ekki íburðarmiklir en oftast með stækkuðu letri, sbr. t.d. 1v og 10v.

 • Sums staðar er fyrsta lína í kafla með stækkuðu letri og skrifuð með brotaskrift, sbr. t.d. blöð 4v og 6r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Síðustu fimm línum á blaði 15v er bætt við af Árna Magnússyni, líkast til um 1710.
 • Undirstrikuð athugasemd um skrifara á efri spássíu á blaði 1r er með hendi Árna Magnússonar frá um 1710.
 • Efnistilvísanir og athugasemdir eru á spássíum blaða 1r-6r, 8r-10r, 11v-12r
 • Safnmark og upplýsingar um eldri skráningu er skrifað með hendi Kålunds á fremra band verso.

Band

Pappaband (318 mm x 210 mm x 5 mm) er frá 1772-1780.

Safnmark og titill er skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði er á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I, bls. 131. Það var áður hluti af stærri bók.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. desember 1885 í Katalog I; bls. 131 (nr. 219), DKÞ grunnskráði 30. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 6. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 23. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: The manuscripts of Hrólfs saga kraka,
Umfang: XXIV
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn