„Hér eftir fylgir Kjalarnesinga saga sem eignuð er Búa Andríðarsyni.“
„Helgi bjóla son Ketils flatnefs nam Kjalarnes í millum Botnsár og Leiruvoga …“
„… og er mikil ætt frá honum komin. “
Endar hér Kjalarnesinga sögu.
„Það er nú þessu næst sagt að Jökli Búasyni þótti svo illt verk sitt að hann reið þegar í burtu …“
„… er tóku konungdóm og ríki eftir hann og endar hér þennan Jökuls þátt.“
Þrjú kver.
Band frá 1974 (318 mm x 215 mm x 12 mm). Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.
Pappaband frá 1772-1780. Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark AM 163h-alfa skráð. Þar eru einnig skráðir sögutitlar AM 163h-beta hefur verið bætt við framan á kápu. Blár safnmarksmiði er á kili.
Eldra og yngra band eru varðveitt saman í pappaöskju.
Handritið er skrifað á Íslandi, líklega 1650-1678 en það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 128. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 123 fol., AM 164 f fol., AM 163 h fol. og líklega AM 167 fol.
Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Magnúsar Kortssonar í Árbæ (sbr. seðil og seðil í AM 167 fol.), en Árni Magnússon fékk hana frá Hákoni Hannessyni (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 21. desember 1885 Katalog I; bls. 128-129 (nr. 210), DKÞ grunnskráði 3. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 18. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 23. júní 2020.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí 1974.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.