Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 h alfa fol.

Sögubók ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-11r)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Hér eftir fylgir Kjalarnesinga saga sem eignuð er Búa Andríðarsyni.

Upphaf

Helgi bjóla son Ketils flatnefs nam Kjalarnes í millum Botnsár og Leiruvoga …

Niðurlag

… og er mikil ætt frá honum komin.

Baktitill

Endar hér Kjalarnesinga sögu.

2 (11r-13v)
Jökuls þáttur Búasonar
Upphaf

Það er nú þessu næst sagt að Jökli Búasyni þótti svo illt verk sitt að hann reið þegar í burtu …

Niðurlag

… er tóku konungdóm og ríki eftir hann og endar hér þennan Jökuls þátt.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki, skipt í fjóra hluta með fjaðraskúfi að ofan // Ekkert mótmerki ( 1-3 , 5 , 9-11 , 13 ).

Blaðfjöldi
i + 13 + i blöð (305 mm x 185 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking með dökku bleki 1-13.

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: blöð 1-7, 3 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver II: blöð 8-11, 2 tvinn.
  • Kver III: blöð 12-13, 1 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 270-275 mm x 150-155 mm.
  • Línufjöldi er ca 38-40.
  • Síðutitlar víða, sbr. 8r-9v.
  • Griporð alls staðar nema á blöðum 10r, 11v og 13r.

Ástand

  • Síðutitlar eru víðast hvar skertir eða alveg horfnir vegna afskurðar blaða, sbr. t.d. blöð 1v-4v.

Skrifarar og skrift

  • Jón Sigurðsson eldri er skrifari að upphafi sögunnar á neðri spássíu blaðs 1r og niðurlagi sögunnar á blaði 13v ( Katalog I bls. 128-129 (nr. 210)).

Skreytingar

.

  • Griporð eru víðast hvar, sbr. á blaði 5r, afmörkuð með látlausu pennastriki.

  • Víða í textanum (á greinarskilum) er merki sem líkist Z-u þar sem neðri hluti endar í lykkju sem dregin er niður fyrir línu (sjá t.d. blöð 1r, 2v, 6r og víðar).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Upphaf Kjalnesinga sögu og niðurlag Jökuls þáttar eru síðari tíma viðbætur.

Band

Band frá 1974 (318 mm x 215 mm x 12 mm). Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Pappaband frá 1772-1780. Framan á kápu eru titill sögunnar og safnmark AM 163h-alfa skráð. Þar eru einnig skráðir sögutitlar AM 163h-beta hefur verið bætt við framan á kápu. Blár safnmarksmiði er á kili.

Eldra og yngra band eru varðveitt saman í pappaöskju.

Fylgigögn

  • Seðill (milli saurblaðs og blaðs 1r) með hendi Árna Magnússonar (166 mm x 110 mm): Úr bók frá Árbæ með hendi Arnórs á Flókastöðum, er ég fékk af Hákoni Hannessyni. [Aftan á honum er strikað með einu striki yfir vers úr eftirfarandi sálmi: Maður og mildi Guð,/ miskunna þínum líð,/ að af elsku þinni,/ endurfæðumst vér,/ upplýs þú svo vort sinni,/ svo síðar æ með þér,/ hljótum heiður þann,/ aldrei endast kann..
  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi, líklega 1650-1678 en það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 128. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 123 fol., AM 164 f fol., AM 163 h fol. og líklega AM 167 fol.

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Magnúsar Kortssonar í Árbæ (sbr. seðil og seðil í AM 167 fol.), en Árni Magnússon fékk hana frá Hákoni Hannessyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í  21. desember 1885 Katalog I; bls. 128-129 (nr. 210), DKÞ grunnskráði 3. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 18. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 23. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí 1974.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn