Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 157 d fol.

Króka-Refs saga ; Noregur, 1690-1697

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-18v)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

Sagan af Króka-Ref

Upphaf

Á dögum Hákonar kóngs Aðalsteinsfóstra …

Niðurlag

… og er margt göfugra manna frá honum komið.

Baktitill

Og lúkum vér þar sögu Króka-Refs.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
18 blöð (312 mm x 202 mm).
Tölusetning blaða

 • Upprunaleg blaðsíðumerking, 1-36.
 • Síðari tíma blaðmerking með rauðu bleki, 1r-18v.

Kveraskipan

Tvö kver.

 • Kver I: blöð 1-10, 5 tvinn.
 • Kver II: blöð 11-18, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 265 mm x 145 mm.
 • Línufjöldi er ca 32-33.
 • Markað hefur verið fyrir innri og ytri spássíu blaða.
 • Vísuorð eru sér um línu (sbr. t.d. 5v og 13r).
 • Griporð er á blaði 10v.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

 • Skreyttur upphafsstafur í fyrirsögn og í upphafi texta á blaði 1r.

 • Bókahnútur í lok sögu (sjá blað 18v).

Band

Pappaband (319 null x 209 null x 8 null) frá 1772-1780.

Innanverð spjaldblöð eru klædd blöðum úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 109, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1686-1707.

Það er uppskrift eftir pappírshandriti í Konungsbókhlöðu, sem er eins og Güldenlews (sbr. AM 435 b 4to, blað 7r) og það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 149 fol., AM 157 g fol., AM 157 a fol., AM 154 fol., AM 157 c fol., AM 140 fol., AM 157 e fol., AM 164 k fol., AM 150 fol. og AM 770 a 4to (sbr. AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XIV fol. í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 3. desember 1885, Katalog I; bls. 109 (nr. 189), DKÞ grunnskráði 28. september 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 2. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010.

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 157 d fol.
 • Efnisorð
 • Íslendingasögur
 • Fleiri myndir
 • LitaspjaldLitaspjald
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn