Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 157 b fol.

Sögubók ; Noregur, 1690-1697

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-30r (bls. 1-59))
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Sagan af Hávarði Ísfirðing og syni hans Ólafi bjarnyl. Kapituli 1.

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …

Niðurlag

… lúkum vér nú þar þessari sögu að sinni með þessu efni.

Athugasemd

Neðri helmingur blaðs 5v er auður og blað 6r er autt; merki um eyðu í forriti.

Neðri helmingur blaðs 30r er autt að mestu, blöð 30v-32v eru auð.

2 (33r-69v (bls. 1-68))
Bjarnar saga Hítdælakappa
Titill í handriti

Biarnar saga Hítdælakappa

Upphaf

Nú skal segja nokkuð af þeim íslenskum mönnum …

Niðurlag

… og lýkur hér nú frásögu þessari.

Athugasemd

Neðri helmingur blaðs 46r er auður og blað 46v er autt; merki um eyðu í forriti.

Blað 69v er að stórum hluta autt, blöð 70r-71v eru auð.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
i + 71 + ii blöð (312 mm x 200 mm). Auð blöð: 6r, 30v-32v,46v, og 70r-71v; blöð 70 og 71 eru óblaðmerkt.
Tölusetning blaða

 • Upprunaleg blaðsíðumerking: 1-59 (blöð 1r-30r) og 1-68 (blöð 33r-69v).
 • Síðari tíma blaðmerking með rauðu bleki: 1-69.

Kveraskipan

Tólf kver:

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-14, 3 tvinn.
 • Kver III: blöð 15-20, 3 tvinn.
 • Kver IV: blöð 21-26, 3 tvinn.
 • Kver V: blöð 27-32, 3 tvinn.
 • Kver VI: blöð 33-38, 3 tvinn
 • Kver VII: blöð 39-44, 3 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 45-50, 3 tvinn.
 • Kver IX: blöð 51-56, 3 tvinn.
 • Kver X: blöð 57-62, 3 tvinn.
 • Kver XI: blöð 63-66, 1 tvinn + 3 stök blöð.
 • Kver XII: blöð 68-71, 2 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 250 mm x 140 mm.
 • Línufjöldi er ca 31-32.
 • Vísuorð eru sér um línu (sbr. t.d. 13v, 22r og 43v-44v).
 • Markað hefur verið fyrir innri og ytri spássíu á blöðum 1-67; strikað er fyrir innri og ytri spássíu á blöðum 68r-69v.

Ástand

Skrifarar og skrift

 • Blöð 67r-69v eru skrifuð af óþekktum skrifara.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Blöð 67-69 voru upprunalega í KBAdd. 3 fol.
 • Lesbrigðum er víða bætt við á spássíur (sjá blöð 37v, 38v, 39v og á fleiri stöðum).

Band

Band (320 null x 215 null x 20 null) frá 1880-1920. Strigi á kili og hornum, pappírsklæðning.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ) en til um 1700 í Katalog I , bls. 109. Virkt skriftartímabil skrifara var ca 1686-1707.

Blöð 33-63 voru lengi í KBAdd. 3 fol., þar sem lokum Bjarnar sögu Hítdælakappa hafði verið bætt við, en nú er bæði upprunalegt niðurlag (blað 64-66) og niðurlagið úr KBAdd. 3 fol. (blöð 67-69 ) í þessu handriti.

Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 173 fol., AM 146 fol., AM 157 f fol. og handrit Vatnsdæla sögu sem nú er glatað (sbr. AM 435 a 4to, blað 162r (útg. bls. 52) og AM 435 b 4to, blöð 4v-5v (útg. bls. 69-70).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XI fol. í safni Þormóðs Torfasonar, en Árni Magnússon tók hana í sundur.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 2. desember 1885, Katalog I; bls. 109 (nr. 187), DKÞ grunnskráði 21. júní 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 1. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010,

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, mynduð af Jóhönnu Ólafsdóttur 27. júlí 1988 (askja 314).

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn