„Hér hefur Eyrbyggju“
„Ketill flatnefur hét hersir ættgöfugur …“
„… fýstust ég þess sagði Þorsteinn og skildu við svo búið. “
„Hér endar þessi saga, sælir alla daga.“
Ofangreind skrifaraklausa er á blaði 26v.
Á stöku stað gerir skrifari eyður í uppskrift sína (hugsanlega vegna ólæsilegra orða í frumriti).
„Vísa um Björn Ásbrandsson“
„Leið fór Björn svo bráða Breiðvíkingur …“
„… dauðann veitti kauðum.“
„Vísa um Steinþór Þorláksson“
„Steinþór á Eyri stundum standa …“
„… henti spjót og sendi.“
„H:M:S:M:E:H:“
Ofangreind skrifaraklausa er á blaði 26v.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Fangamark CHVORK, fyrir ofan er Hermans orf flagg og ártal 1670 fyrir neðan // Ekkert mótmerki (1-3, 5, 8, 10-11, 13).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð, 4 stórar bjöllur á kraga, stór Hermes kross og 3 stórir hringir á staf (18-20, 24) // Mótmerki: Fangamark RONDEL (17, 21-23, 25-26).
Blaðmerkt með bleki 1, 5, 10… 20, 25 og 26. Blöðin á milli, þ.e. 2, 3, 4,… 6, 7, 8, 9… 11, 12, o.s.frv. eru merkt með blýanti.
5 kver:
Fyrsti höfuðstafur er ca 3 línur og fínlega skreyttur (bl. 1r). Aðrir höfuðstafir eru um 1-2 línur og eru minna skreyttir.
Fyrsta lína kafla er skrifuð með aðeins hærri og skreyttum stöfum.
Band (310 mm x 220 mm x 20 mm) frá 1973. Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum, saumað á móttök. Ný saurblöð.
Eldra pappaband (305 mm x 198 mm x 8 mm) frá ca 1730-1780. Eldri saurblöð fylgja eldra bandi. Safnmark og titill er ritað framan á kápuspjald. Blár safnmarksmiði er á kili.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 92, en virkt skriftartímabil skrifara var á s.hl. 17. aldar. Rannsóknir á vatnsmerkjum benda til þess að handritið hafi verið ritað eftir 1670.
Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig blöð sem nú eru í AM 163 k fol., AM 163 i fol., AM 164 c fol. og AM 5 fol.. Jakob Benediktsson (1958, xviii-xix) hélt því fram að AM 108 fol. hafi verið í sömu bók og AM 129 fol., AM 163 k fol. og AM 164 c fol. en Beeke Stegmann telur líklegara að blöðin sem nú eru í AM 108 fol. hafi verið í öðru handriti sem Árni Magnússon fékk frá Jónasi Daðasyni Gam.
Árni Magnússon fékk bókina sem handritið tilheyrði frá Jónasi Daðasyni (sjá seðil).
Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 4. mars 1974.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 17. nóvember 1885 í Katalog I, bls. 92-93 (nr. 158), ÓB tölvuskráði 31. ágúst 2001, VH skráði handritið skv. TEIP5 reglum 3. mars 2009; lagfærði í nóvember 2010 ÞÓS skráði 16. júní 2020. EM lagfærði kveraskipan 12. júní 2023. MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 12. febrúar 2024.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1973. Eldra band fylgir og saurblöð.
Matthias Larsen Bloch batt ca 1730-1780.