Uppskriftin er ættuð frá AM 132 fol. (sbr. Kålund, Katalog I , bls. 91).
„Ketill flatnefur hét maður …“
„… nefni ég til þess Björn …“
„… þeirra strauma er á beiða …“
„… þar um Hörðaland …“
„… slík illmenni hið næsta …“
„… heyrt þessa sögu lengri.“
„Saga af Þórði hreðu“
„Þórður hét maður son Hörða-Kára …“
„… og lýkur hér nú sögu Þórðar hreðu.“
Það vantar í söguna milli blaða 6 og 7, frá 4. línu í vísu til Þórður var knástur.
„Hér hefst Vatnsdæla“
„Maður er nefndur Ketill …“
„… svo sem sá er framar elskaði sannan Guð.“
Endir Vatnsdælu.
Að mati Kålunds er Vatnsdæla hér tekin úr Vatnshornsbókinni (sbr. Katalog I , bls. 92).
„Úlfur hét maður …“
„… Skúli hafði átt í víking vii orustur.“
Með hendi Brynjólfs Jónssonar á Efstalandi., blendingsskrift.
Óþekktur skrifari skrifar niðurlag lokakafla Vatnsdæla sögu á blöðum 24v-25r, kansellískrift.
Síðasti kafli Vatnsdæla sögu er viðbót með yngri hendi.
Band er frá ca 1911-1913. Bókfell á kili og hornum, pappírsklæðning.
Handritið er skrifað á Íslandi. Talið er að Brynjólfur Jónsson hafi skrifað það fyrir Þorlák Skúlason biskup. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 91.
Á seðli með hendi Jóns Ólafssonar úr Grunnavík eru athugasemdir um þrjár sagnanna og tengsl Laxdæla sögu og Egils sögu við fólíóhandrit sem Björn Magnússon gaf Thomas Bartholin. Vatnsdæla sögu telur Jón skrifaða eftir Vatnshyrnu í bókasafni Resens.
Árni Magnússon keypti bókina eftir Jens Rósencrantz 1695.
Hún er sennilega komin frá Hólum með Þormóði Torfasyni 1662.
Nafnið Thomas Bangius stendur innan á titilblaði.
Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 8. nóvember 1973.
ÞS yfirfór 30. desember 2009.
VH skráði handritið skv. TEIP5 reglum 3. mars 2009,
ÓB tölvuskráði 31. ágúst 2001,
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 17. nóvember 1885 Katalog I , bls. 91-92 (nr. 157).
GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.
Viðgert og bundið af Otto Ehlert ca 1911-1913.
Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.