Skráningarfærsla handrits

AM 125 fol.

Laxdæla saga ; Ísland, 1650-1682

Innihald

1 (1r-22v)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Þeſse Saga Kallast Laxdæla | Af Gömlum Islendingum

2 (22v)
Kappakvæði
Höfundur

Þórður Magnússon á Strjúgi

Athugasemd

Einungis tvö erindi, annað um Kjartan (Kært var kóngi björtum) og hitt um Bolla (Bolli snilldar snilli).

Sömu erindi eru í AM 126 fol. og AM 127 fol.

3 (23r-37v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Hier Byriast Islendinga | Saga er Eyrbiggja heiter

Athugasemd

Niðurlag annarrar sögu er á efri helmingi bl. 23r, strikað yfir og pappír límdur yfir.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir á staf // Ekkert mótmerki ( 1 , 3-5 , 9? , 11 , 13? , 16-17? , 22? , 24? , dárahöfuðin eru nokkuð óskýr í handriti).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með keðju og 5 stórum bjöllum á kraga ( 26 , 30 , 33-34 , 36 ) // Mótmerki: Tveir bókstafir, virðast vera GW ( 32 ).

Blaðfjöldi
37 blöð (330 mm x 210 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking 78-100 og 63-76.

Kveraskipan

6 kver:

  • I: spjaldblað - fremra saurblað 1 (tvö blöð)
  • II: fylgigögn 1 - bl. 10 (tvö blöð + 5 tvinn: fylgigögn 1, fylgigögn 2, 1+10, 2+9, 3+8, 4+7, 5+6)
  • III: bl. 11-20 (5 tvinn: 11+20, 12+19, 13+18, 14+17, 15+16)
  • IV: bl. 21-32 (5 tvinn + þrjú blöð: 21+32, 22+31, hvítur pappír límdur á 23r, 23+30, 24+27, 25+26, innskotsblað skipt út fyrir 27, seðill við 27)
  • V: bl. 33- aftara saurblað 3 (eitt blað + tvö tvinn + tvö blöð: 33, 34+37, 35+36, 38, aftara saurblað 3)
  • VI: aftara saurblað 4 - spjaldblað (tvö blöð)

Umbrot

Ástand

Strikað yfir niðurlag sögu á efri helmingi bl. 23r og hvítur pappír límdur yfir.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, þétt skrift og mikið um styttingar (bl. 37 viðbót með annarri hendi).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 37 innskotsblað með hendi Þórðar Þórðarssonar, bætt við fyrir Árna Magnússon.
  • Athugasemdir um tímatal og aðrar spássíugreinar víða á bl. 1r-22v.
  • Fyrsta lína á síðu gjarnan skrifuð á spássíu á bl. 1r-22v.
  • Kaflanúmer á spássíum bl. 23r-38v og ein efnistilvísun.

Band

Fylgigögn

  • Seðill (141 mm x 148 mm)með hendi Árna Magnússonar og Þórðar Þórðarsonar: Laxdæla saga. Eyrbyggja saga. Úr bók sem ég keypti 1711 af Sigurði á Ferju og tók í sundur í parta, var eldri en 1683.
  • Seðill (við bl. 27r) sem á er skrifuð ítarleg athugasemd um Eirík rauða og byggð er á sögunni sem við hann er kennd.

Uppruni og ferill

Uppruni

Var upprunalega hluti af stærri bók sem skrifuð var fyrir 1683 (sbr. seðil). Handritið er því tímasett til c1650-1683 en í  Katalog I , bls. 90, er það tímasett til 17. aldar. Í sömu bók voru a.m.k. AM 110 fol., AM 163 a-d fol., AM 163 i fol. og b.l. 10-11 í AM 202 g fol.

Ferill

Árni Magnússon keypti bókina sem handritið tilheyrði af Sigurði Magnússyni á Ferju árið 1711 og tók í sundur.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 90 (nr. 154). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1885. DKÞ skráði 14. desember 2001, VH leiðrétti lítillega 12. nóvember 2010. ÞÓS skráði 15. júní 2020. . EM skráði kveraskipan 12. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Í láni vegna rannsókna á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn frá 16. nóvember 1977.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: , Eyrbyggja saga. The vellum tradition
Umfang: 18
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Laxdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Höfundur: Heizmann, Wilhelm
Titill: , Kannte der Verfasser der Laxdæla saga Gregors des Großen Moralia in Iob?
Umfang: s. 194-207
Lýsigögn
×

Lýsigögn