„… að þeir þóttust kenna þá ii gripi, hest og spjót …“
„… Þenna dag er Sighvatur reið úr …“
„… skjótligt um ráðagjörð hans … “
„… þeir Skarðs-Snorri prestur, frændur, áttu lítt vini saman …“
„… skal hafa. Þessa [… ] sé ég gjörla … “
„… og settist niður að fótum honum. Sighvatur spurði hann að … “
„… Gissur var með Ormi sem fyrr var ritað …“
„… munu þeir spurt hafa að ég hef eið svarið …“
„… er hann svo mjög kominn í greipar þeim ….“
„… ekki fór Gissur jarl til Skaga … “
Sextán kver.
Fjórar hendur.
Flúraðir upphafsstafir, dregnir með svörtu bleki.
Litaður upphafsstafur og rauðrituð kaflafyrirsögn á blöðum 91r og 93v.
Mynd á neðri spássíu blaðs 36r er af manni með öxi sem stendur við hlið manns sem er með kórónu og sverð. Sá síðarnefndi hefur misst annan fótinn við hné; að öllum líkindum fyrir tilstuðlan þess fyrrnefnda.
Óbundið. Hvert tvinn er í sýrufríu pappírsumslagi.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1350-1370 (sbr. ONPRegistre , bls. 433), en til fyrri hluta 14. aldar í Katalog I , bls. 83.
Steindór Gíslason á Knerri á Snæfellsnesi átti handritið um miðja sautjándu öld en áður gæti það hafa verið á Vestfjörðum því í spássíugrein á blaði 70bisv er fjallað um tengsl við Bæ í Króksfirði. Frá Steindóri Gíslasyni fór handritið til Þórðar Steindórssonar sýslumanns og frá honum til séra Páls Ketilssonar árið 1693. Séra Páll sendi Árna Magnússyni (systursyni sínum) handritið árið 1699 eða fyrr (sbr. AM 435 a 4to, blað 63v (útg. bls. 25), og AM 122 c fol, sbr. einnig Sturlunga saga efter membranen Króksfjarðarbók I , bls. vi, og Early Icelandic Manuscripts in Facsimile I , bls. 7).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. ágúst 1973.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar18. desember 1885. Katalog I; bls. 83-84 (nr.149). DKÞ grunnskráði 13. júní 2002, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 9. október 2009; lagfærði í nóvember 2010, ÞS lagfærði 21. júlí 2017
Viðgert eftir 1963 (viðgerðin að því er virðist takmörkuð við fyllingu gata við kjöl nokkurra blaða). Hvert tvinn sér í plastumslagi. Eldra band liggur laust hjá í öskju.