Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 113 h fol.

Íslendingabók ; Ísland

Innihald

1 (1r-13r)
Íslendingabók
Titill í handriti

Schedæ Ara prests fróða

Tungumál textans
íslenska
1.3 (11v-13r)
Ættartölur
Efnisorð
1.3.1 (11v-12r)
Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala
Titill í handriti

Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala

Upphaf

[K]etilbjörn landnámsmaður …

Niðurlag

… Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.

Efnisorð
1.3.2 (12r-13r)
Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga
Titill í handriti

Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga

Upphaf

Ingvi Tyrkjakonungur …

Niðurlag

… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.

Efnisorð
1.1 (1r)
Formáli
Upphaf

Íslendingabók gjörða eg fyrst biskupum vorum …

Niðurlag

… að öllum Norvegi.

Athugasemd

Fyrir neðan formálann og á undan meginmálinu er yfirlit yfir efni bókarinnar.

Efnisorð
1.2 (1r-11v)
Um Íslandsbyggð
Upphaf

Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra Halfdanarsonar …

Niðurlag

… Hér lýkst sjá bók.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
i + 13 + i blöð (191 mm x 152 mm); blöð 13r-v eru auð að hálfu; krossað hefur verið yfir textann á efri hluta blaðs 13v.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt er með dökku bleki, 1, 5, 10, 13.

Blaðmerkt er með rauðu bleki, 1-13.

Kveraskipan
Tvö kver.

  • Kver I: Blöð 1-6, 3 tvinn.
  • Kver II: Blöð 7-13, 3 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 157 mm x 120-125 mm.
  • Línufjöldi er ca 16-22.
  • Griporð eru á blöðum 1v, 2v, 3v, 4v, 5v, 8r, 9v.

Ástand

  • Helmingur blaðs 13 er skorinn burt (neðan við niðurlag textans); yngri blaðbút hefur verið skeytt neðan við bútinn.

Skrifarar og skrift

Með hendi sr. Einars Einarssonar; kansellískrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Kvæði á blaði 13v hefst svo: Nú taktu úlf þinn ein af fjalli.

Band

Pappaband (192 mm x 157 mm x 4 mm) frá 1772-1780. Safnmark og titill eru á fremra kápuspjaldi rekto; blár safnmarksmiði á kili.

Handritið er í öskju með AM 113 b-k fol.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (á milli fremra saurblaðs verso og blaðs 1r (88 mm x 85 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þetta er mitt. Er með hendi séra Einars Einarssonar í Görðum. [Yfirstrikað á baksíðu]: Frá séra Halldóri í Bæ til láns. Mitt nú 1706.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi (sbr. seðil) og runnið frá AM 113 b fol. (A-gerð). Það er tímasett til ca 1675 í Katalog I , bls. 77, en þá var sr. Einar Einarsson dómkirkjuprestur í Skálholti

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá sr. Halldóri Torfasyni í Gaulverjabæ, fyrst til láns en segir það vera sitt 1706 (sbr.seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 31. október 1885 Katalog I; bls. 77 (nr. 139), DKÞ grunnskráði 21. nóvember 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 8. febrúar 2009; lagfærði í nóvember 2010.

Viðgerðarsaga

Viðgert af Birgitte Dall í nóvember 1971.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn