„Schedæ Ara prests fróða“
Árni Magnússon nefndi þetta eintak A og áleit það bestu fáanlega uppskrift. Hann taldi Jón Erlendsson hafa skrifað það fyrir Brynjólf Sveinsson biskup eftir glötuðu skinnhandriti, eins og AM 113 a fol. sem hann nefndi B (sbr. seðil 2).
„Íslendingabók gjörða ég fyrst biskupum vorum …“
„… en ég heiti Ari.“
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur gluggum // Mótmerki: Fangamark HP ,IS5000-02-0113b_4, IS5000-02-0113b_5 ( 1-2 , 3 , 4-5 , fangamörkin á blöðum 4-5 eru ekki eins skýr og hin).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur beygðum egglaga gluggum IS5000-02-0113b_6 // Ekkert mótmerki ( 6 , 10 ).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur egglaga gluggum IS5000-02-0113b_7 // Ekkert mótmerki ( 7 , 8 , 9 ).
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar, 1-10.
Eitt kver, 5 tvinn.
Skrifað af Jóni Erlendssyni, kansellíbrotaskrift.
Spássíugreinar og lesbrigði úr AM 113 a fol. með hendi Árna Magnússonar frá um 1690 (Már Jónsson 1998).
Band frá nóvember 1971 (298 mm x 212 mm x 14 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.
Fjórir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna, feril o.fl.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til um 1650 í Katalog I , bls. 74, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1625-1672.
Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 13 fol., AM 34 II fol., AM 49 fol., AM 148 fol., AM 155 fol. og AM 185 fol. (Agnete Loth 1960 og Jón Helgason 1970). AM 113 c fol. var sett í bókina í stað b (sbr. seðil í AM 113 c fol.).
Árni Magnússon fékk handritið að gjöf frá Þórði Jónssyni, sem skar það framan úr bók Þorbjargar Vigfúsdóttur, föðursystur sinnar (sbr. seðil 2r).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1971.
Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920? Það band fylgir ekki.
Gömul viðgerð á bl. 1.