„Schedæ Ara prests fróða“
„Íslendingabók gjörða eg fyrst biskupum vorum …“
„… en eg heiti Ari.“
Íslendingabók Ara fróða 1956.
„Þessar schedæ Ara prests fróða og frásögn er skrifuð eftir hans eiginhandskrift á bókfelli (að menn meina) í Villingaholti af Jóni p. Erlendssyni anno domini 1651, mánudaginn næstan eftir Dominicam jubilate. Jón Erlendsson p. mpp. (bl. 7v).“
Árni Magnússon nefndi þetta eintak B.
Pappír með vatnsmerkjum. Aðalmerki: dárahöfuð með 5 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross?, 3 stórir hringir (IS5000-02-0113a_8), bl. 2, 5-6, aftasta saurblað í handriti. Stærð: 129 x 73 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 77 mm. Notað í 1651.
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar, 1-7. Blað 8 er ótölusett.
Eitt kver: 10 blöð, 5 tvinn.
Með hendi Jóns Erlendssonar í Villingaholti, hálfblendingsskrift.
Upplýsingar um eiganda á neðri spássíu bl. 1r (sjá feril).
Pappaband með rústrauðri pappírsklæðningu með gylltu blómamynstri, frá ca 1700-1730? (297 mm x 197 mm x 5 mm). Pappír er brotinn utan um handritið. Saurblöð tilheyra bandi.
Handritið liggur í öskju ásamt bókbandsleifum í glæru umslagi.
Handritið var skrifað á Íslandi 1651 (sbr. skrifaraklausu á bl. 7v). Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil í AM 113 b fol.).
Sr. Torfi Jónsson Dýrfirðingur í Gaulverjabæ átti bókina sem handritið tilheyrði (árið 1683?) og hafði erft hana eftir Brynjólf Sveinsson biskup (sbr. spássíugrein á bl. 1r og seðil í AM 113 b fol.). Árni Magnússon fékk hana frá Þorláki Þórðarsyni um 1690 og tók í sundur (sbr. seðil í AM 113 b fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.
Viðgert í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall í nóvember 1971.