Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 113 a fol.

Íslendingabók ; Ísland, 1651

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-7v)
Íslendingabók
Titill í handriti

Schedæ Ara prests fróða

Upphaf

Íslendingabók gjörða eg fyrst biskupum vorum …

Niðurlag

… en eg heiti Ari.

Skrifaraklausa

Þessar schedæ Ara prests fróða og frásögn er skrifuð eftir hans eiginhandskrift á bókfelli (að menn meina) í Villingaholti af Jóni p. Erlendssyni anno domini 1651, mánudaginn næstan eftir Dominicam jubilate. Jón Erlendsson p. mpp. (bl. 7v).

Athugasemd

Árni Magnússon nefndi þetta eintak B.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 5 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross?, 3 stórir hringir IS5000-02-0113a_8 // Ekkert mótmerki ( 2 , 5-6 , 8 , Blað 8 er saurblað, aftast í handriti).

Blaðfjöldi
i + 8 + i blöð (290 mm x 191 mm). Bl. 8 er autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar, 1-7. Blað 8 er ótölusett.

Kveraskipan

Eitt kver: 8 blöð, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 235-240 mm x 135-115 mm.
 • Línufjöldi er ca 26-29.
 • Eyður fyrir upphafsstafi kafla.

Ástand

 • Bleksmitun: texti sést í gegnum blöðin.
 • Dálitlar vatnsskemmdir en hafa ekki áhrif á texta.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Erlendssonar í Villingaholti, hálfblendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Upplýsingar um eiganda á neðri spássíu bl. 1r (sjá feril).

Band

Pappaband með rústrauðri pappírsklæðningu með gylltu blómamynstri, frá ca 1700-1730? (297 mm x 197 mm x 5 mm). Pappír er brotinn utan um handritið. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju ásamt bókbandsleifum í glæru umslagi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1651 (sbr. skrifaraklausu á bl. 7v). Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil í AM 113 b fol.).

Ferill

Sr. Torfi Jónsson Dýrfirðingur í Gaulverjabæ átti bókina sem handritið tilheyrði (árið 1683?) og hafði erft hana eftir Brynjólf Sveinsson biskup (sbr. spássíugrein á bl. 1r og seðil í AM 113 b fol.). Árni Magnússon fékk hana frá Þorláki Þórðarsyni um 1690 og tók í sundur (sbr. seðil í AM 113 b fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞÓS skráði 5. júní 2020. ÞS endurskráði 12. september - 27. nóvember 2008. DKÞ skráði 17. september 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 29. október 1885 (sjá Katalog I 1889:74 (nr. 132) .

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall í nóvember 1971.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Negatíf örfilma frá 1992 á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir (askja 386).

Notaskrá

Titill: Antiquités Russes
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Ellehøj, Svend
Titill: , Studier over den ældste norrøne historieskrivning
Umfang: XXVI
Höfundur: Jørgensen, Jon Gunnar
Titill: The lost vellum Kringla,
Umfang: XLV
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Höfundur: Haukur Þorgeirsson, Teresa Dröfn Njarðvík
Titill: Scripta Islandica, The Last Eddas on vellum
Umfang: 68
Titill: Íslenzk Handrit, Series in folio, Íslendingabók Ara fróða: AM 113a and 113b, fol
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: I
Titill: Íslendínga sögur: udgivne efter gamle Haandskrifter
Ritstjóri / Útgefandi: Det kongelige nordiske Oldskrift-Selskab
Umfang: I-IV
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Sylloge sagarum. Resenii bibliotheca. Vatnshyrna
Umfang: s. 9-53
Höfundur: Jón Ólafsson
Titill: Safn til íslenskrar bókmenntasögu,
Ritstjóri / Útgefandi: Guðrún Ingólfsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir
Umfang: 99
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Bek-Pedersen, Karen
Titill: St Michael and the sons of Síðu-Hallur, Gripla
Umfang: 23
Titill: Hauksbók: the Arna-Magnæan Manuscripts 371, 4to, 544, 4to, and 675 4to,
Ritstjóri / Útgefandi: Munksgaard, Ejnar
Umfang: V
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk Kultur, Palæografi, B: Norge og Island
Umfang: XXVIII:B
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 113 a fol.
 • Efnisorð
 • Fornrit
 • Fleiri myndir
 • LitaspjaldLitaspjald
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn