Handritið hefur verið blaðmerkt síðar, 1-18.
6 kver:
Handritið hefur trosnað á jöðrum en gert hefur verið við það. Sumar spássíugreinar hafa skerst.
Óþekktur skrifari, fljótaskrift.
Band frá því í mars 1974 (328 mm x 239 mm x 15 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.
>Gamalt pappaband frá 1772-1780 fylgir. Blár safnmarksmiði á kili.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1600-1677, en til 17. aldar í Katalog I , bls. 73. Það var e.t.v. áður hluti af stærri bók sem innihélt AM 217 a fol., AM 217 b fol., AM 217 c fol. og Eddukvæði (sbr. bl. 1r í AM 217 a fol.).
Uppskrift byggð á AM 104 fol. og eftirgerðum þess.
Árni Magnússon fékk handritið úr blöðum frá Sigurði Björnssyni lögmanni, en þau blöð eru nú flest í AM 217 a-c fol.. Sigurður erfði blöðin eftir tengdaföður sinn Sigurð Jónsson lögmann í Einarsnesi, sem átti bókina sem þau tilheyrðu (sbr. bl. 1a í AM 217 a fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. september 1974.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1974.
Mattias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir í öskju með handritinu.