Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 111 fol.

Landnámabók ; Ísland, 1600-1677

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-18v)
Landnámabók
Titill í handriti

Upphaf Íslands byggðar og annarra byggða í kringum landið

Upphaf

Svo segir Beda prestur í aldarfarsbók þeirri …

Niðurlag

… Ketill hinn fíflski. En landið var alheiðið 10 vetur.

Athugasemd

Þetta er Skarðsárbókargerð Landnámu.

Án viðauka.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 1 , 3 , 5-6 , 9 , 10 , 12 , 14 , 17 , 18 ) // Mótmerki: Fangamark IB? ( 2 , 4 , 7-8 , 11 , 13 , 15 , 16 , Fangamörkin eru nokkuð óljós en virðast standa fyrir IB).

Blaðfjöldi
i + 18 + i blöð (323 mm x 210 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar, 1-18.

Kveraskipan

6 kver:

 • I: spjaldblað - viðbót 1 (eitt tvinn + eitt blað)
 • II: bl. 1-4 (2 tvinn: 1+4, 2+3)
 • III: bl. 5-8 (2 tvinn: 5+8, 6+7)
 • IV: bl. 9-16 (4 tvinn: 9+16, 10+15, 11+14, 12+13)
 • V: bl. 17-18 (tvö blöð)
 • VI: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 285-292 mm x 165-170 mm.
 • Línufjöldi er 38-45.
 • Griporð.

Ástand

Handritið hefur trosnað á jöðrum en gert hefur verið við það. Sumar spássíugreinar hafa skerst.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Pennaflúraðar fyrirsagnir og með stærra letri á bl. 1r, 4v, 1r, 9r, 13v, 16r.

Skreyttir upphafsstafir á bl. 1r (S), 4v (K), 9r (G), 13v (G), 16r (E).

Lítill bókahnútur á bl. 13v og 18v.

Sums staðar örlítið pennaflúr undir griporðum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Skýringar, athugasemdir og ártöl með hendi skrifara á spássíum.
Band

Band frá því í mars 1974 (328 mm x 239 mm x 15 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.

>Gamalt pappaband frá 1772-1780 fylgir. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (147 mm x 146 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar um uppruna handritsins. Þessi Landnámabók er úttekin úr blöðum frá Sigurði Björnssyni lögmanni, hvar á voru Árna biskups saga og fleira. Er grei exemplar.
 • Athugasemd á miða sem límdur hefur verið innan á kápu um að héðan hafi verið tekinn seðill Árna Magnússonar og settur í AM 104 fol. þar sem hann á heima.
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1600-1677, en til 17. aldar í Katalog I , bls. 73. Það var e.t.v. áður hluti af stærri bók sem innihélt AM 217 a fol., AM 217 b fol., AM 217 c fol. og Eddukvæði (sbr. bl. 1r í AM 217 a fol.).

Uppskrift byggð á AM 104 fol. og eftirgerðum þess.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið úr blöðum frá Sigurði Björnssyni lögmanni, en þau blöð eru nú flest í AM 217 a-c fol.. Sigurður erfði blöðin eftir tengdaföður sinn Sigurð Jónsson lögmann í Einarsnesi, sem átti bókina sem þau tilheyrðu (sbr. bl. 1a í AM 217 a fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. september 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P58. desember 2008 - 2. mars 2009 og síðar. DKÞ færði inn grunnupplýsingar 19. nóvember 2001. ÞÓS skráði 5. júní 2020. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 28. október 1885 (sjá Katalog I 1889:73 (nr. 130) . EM uppfærði kveraskipan 7. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1974.

Mattias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir í öskju með handritinu.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Ljósprent í Landnámabók. Íslenzk Handrit, Series in folio III (1974).

Notaskrá

Titill: Antiquités Russes
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Hast, Sture
Titill: , Pappershandskrifterna till Harðar saga
Umfang: XXIII
Titill: , Óláfs saga Tryggvasonar en mesta
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: III
Titill: Grönlands historiske Mindesmærker
Ritstjóri / Útgefandi: Det kongelige nordiske Oldskrift-Selskab
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Íslendínga sögur: udgivne efter gamle Haandskrifter
Ritstjóri / Útgefandi: Det kongelige nordiske Oldskrift-Selskab
Umfang: I-IV
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Árna saga biskups
Ritstjóri / Útgefandi: Þorleifur Hauksson
Umfang: II
Titill: Skarðsárbók: Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá, Rit Handritastofnunar Íslands
Ritstjóri / Útgefandi: Jakob Benediktsson
Umfang: I
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
 1. Landnámabók

Lýsigögn