„Nú hefur upp landnám í Norðlendingafjórðungi er fjölbyggðastur hefur verið af öllu Íslandi og stærstar sögur hafa gerst bæði að fornu og nýju, sem enn mun ritað verða og raun ber á.“
„Gunnsteinn meinfretur, son Álfs …“
„… en þar voru MCC bænda þá er talið var.“
„Þessir menn hafa land numið í Austfirðingafjórðungi er nú munu upp taldir og fer hvað af hendi norðan til fjórðungamóts frá Langanesi á Sólheimasand og er það sögn manna að þessi fjórðungur hafi fyrst albyggður orðið.“
„Gunnólfur kroppa hét maður son Þóris hauknefs …“
„… eru frá komnir - Ketill hinn fíflski og Leiðólfur kappi.“
„Hér hefur landnám í Sunnlendingafjórðungi er með mestum blóma er alls Íslands fyrir landskosta sakir og höfðingja þeirra er þar hafa byggt, bæði lærðir og ólærðir.“
„Austfirðir byggðust fyrst á Íslandi en á milli Hornafjarðar og Reykjaness …“
„… þó að synir þeirra sumir reistu hof og blótuðu, en landið var alheiðið nær C [. …] vetra. “
„Óaldarvetur mikill varð á Íslandi …“
„… og er einmælt hann hafi verið hinn mesti merkismaður.“
Viðauki, að hluta til úr Kristni sögu. Vísað í lokin til Hauksbókar.
Þrettán kver.
Með hendi Ásgeirs Jónssonar; settletur, fyrnt.
Skinnband frá 1989 (311 null x 227 null x 35 null). Saumað á móttök. Fjögur ytri saurblöð tilheyra þessu bandi en fjögur innri tilheyra eldra bandi. Við ystu saurblöðin eru rifrildi af fleiri saurblöðum.
Band frá 1911-1913. Kjölur og horn eru klædd bókfelli, spjöld eru klædd pappír.
Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum (nú í Acc 7).
Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ), en til ca 1700 í Katalog I , bls. 70.
Handritið var skrifað fyrir Þormóð Torfason, eftir uppskrift Björns Jónsonar á Skarðsá, sem nú er glötuð. Skarðsárbók Landnámu er samsteypugerð Björns Jónssonar á Skarðsá af Sturlubók (AM 107 fol.) og Hauksbók (AM 105 fol. og AM 371 4to). Handrit Björns var í láni hjá Árna Magnússyni, sem skilaði því 1693 en fékk það síðar að gjöf frá Þormóði.
Handritið var í eigu Þormóðs Torfasonar sem gaf það Hermanni Mejer, syni etatsráðs Reinhold Mejers, árið 1698. Árni Magnússon keypti handritið á uppboði Meiers 1699 og 1721 skildi hann Landnámabók frá Sturlunga sögu, sem hún var áður bundin með og er nú í AM 119 fol. (sbr. blað 1r og seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. nóvember 1973.
Bundið af Ragnari Einarssyni 1989?
Bundið af Otto Ehlert 1911-1913.