„Ættartala frá Adam til biskups Jóns Arasonar og hans afsprengis“
Ættartalan er rakin í 89 liðum og staðnæmist við Brynjólf Sveinsson biskup í Skálholti.
„GENEALOGIA ab Odino, ex antiquitatibus collecta et diducta“
Ættartalan er rakin í 43 liðum til Vigufusus Gislavius Præfectus Arnessysslu, Rangarvalla syslu, Insulæ Vestmanoe et Skogarstrond. Aftan við er eyða fyrir lok ættartölunnar.
„Genealogia. | Diducta â nobilissimis viris in Islandiâ: 1 Dno. Ottone Lepp …, 2 Dno. Thorleifo Aresonio …, 3 Dno. Loptero Rika …, 4 Dno. Torvero Aresonio, de Klofa“
Ættartalan er rakin frá Oddi leppi, Þorleifi Arasyni, Lofti ríka og Þormóði Arasyni frá Klofa til Jóns sonar Vigfúsar Gíslasonar. Kålund nefnir að upplýsingarnar um mennina fjóra innihaldi ýmiskonar misskilning ( Katalog I , bls. 6).
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 6 litlum bjöllum á kraga, Hermes krossi, 3 stórir hringir, stafur IS5000-02-0001g_2 // Ekkert mótmerki ( 1 , 2).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð með 6 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes krossi, 3 stórir hringir, stafur IS5000-02-0001g_3 // Ekkert mótmerki (3).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Fangamark DG IS5000-02-0001g_5 // Ekkert mótmerki ( 4 , 5 ).
I. bl. 1r-3v, Jón Erlendsson, brotaskrift.
II. bl. 4r-5v, óþekktur skrifari, léttiskrift.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.