Skráningarfærsla handrits

Thjskjs Dipl. Isl. Dj. II 1,3

Fornbréf, 1834

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Fornbréf
Athugasemd

Þingeyraklaustursbréf

1.1 (1r)
Fornbréf
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eða heyra senda Benedikt Kolbeinsson ...

Niðurlag

...vor innsigli er gjört var Ólafsmesssu hinni síðari jnuari.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (78 mm x 195 mm).
Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 84-89 mm x 138-160 mm.

Línufjöldi er 9 línur.

Ástand

Gegnsætt að hluta.

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 1v hefur verið stimplað með stimpli Landsskjalasafns.

Á bl. 1v hefur verið skrifað fyrir miðju Melasanz bréf, með annarri hendi frá 14. öld. Einnig No. 2 með annarri hendi

Á bl. 1v hefur 38 verið skrifað í hægra horni en strikað yfir það tvisvar sinnum.

Talan 10 hefur verið skrifað niðri fyrir miðju og hægra megin við það 1340.

Á einum innsiglisþvengnum stendur aue maria sr ad non [...]

Stefán Karlsson hafði aðgang að athugasemd sem taldi að ólæsilegu orðin á eftir ave maria væru mögulega með annarri hendi en þau læsilegu.

Innsigli

Sex innsigli hafa verið fyrir bréfinu en fimm þeirra eru dottin frá. Mestur hluti eins þeirra er þó varðveittur, bæði að framan og að aftan. Mynd innsiglisins virðist sýna hönd halda utan um öxi og stafir eru í rammanum um kring.

Hjá Stefáni Karlssyni má lesa viðbætur sem hafa verið skrifaðar utan á bréfið með mjög gamalli hendi. Þar er sagt að innsigli nr. 1 sé ekki á bréfinu eða hafi aldrei verið sett á bréfið. Hið sama á við um innsigli nr. 2. Innsigli nr. 3: „S. THOSTANI“ og er hönd haldandi á exi. Nr. 4: „[S. FIN]NBERNI“ er brotið, og í ljón. Nr. 5 er ekki á bréfinu eða hafi aldrei verið. Nr. 6: „S. EINARI...S“. Nærri því hyrnt og 2 eða 3 stafir brotnir af.

Blað virðist hafa fylgt með með teikningum af innsiglunum. Þessar viðbætur eru skrifaðar með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 1834.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 2. júlí 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn