Skráningarfærsla handrits

Þjskjs 3b

Sendibréf á dönsku

Tungumál textans
danska

Innihald

1 ( 1r-1v )
Sendibréf á dönsku
Athugasemd

Brot

1.1 (1r)
1.2 (1v)

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
1 blað (139 mm x 209 mm).
Umbrot

Eindálka.

Á baksíðu hefur verið skrifað í aðra átt, þ.e. blaði hefur verið snúið við og því snúið um 180°.

Ástand
Blaðið er skert að ofan og neðan, mögulega einnig á hægri jaðri. Jaðrar eru tættir og ójafnir. Vinstri spássía er breið og þar eru leifar af rauðu innsigli. 4 línur með förum eftir saumgöt. Einhvers konar viðgerð hefur farið fram því límt hefur verið yfir rifur. Á bl. 1v sjást dauf för eftir stærra letur.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á vinstri spássíu stendur lóðrétt „Thott 2110, 4to“. Það er skrifað með blýanti af annarri hendi. Einnig hafa verið rituð lóðrétt einhver orð sem líkjast „Ane og Ane ...“ en þau hafa verið þurrkuð út. Einnig hefur verið skrifað e-ð sem líkist „Laus sat“, að því er virðist með sömu hendi og í bréfi.
Fylgigögn

Með blaðinu fylgir rifrildi, sem ekkert hefur verið skrifað á. Það er 40mm á hæð og 160mm á breidd. Einhver viðgerð hefur farið fram á því líka, sams konar og á blaði.

Uppruni og ferill

Ferill
Samkvæmt spássíukroti virðist handritið hafa verið í bók í eigu Jóns Björnssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráð á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

SHH skráði 1. júlí 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn