Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Þjms 4678

Saltari

Athugasemd
Brot. Heilsíðumynd af krossfestingunni sem hefur verið höfð fremst í saltaranum.
Tungumál textans
latína

Innihald

1
Blað úr enskum saltara.
1.1 (1r)
Upphaf

Istud psalterium pertinet domuide Carehowe.

Athugasemd

Á síðunni er rituð þessi eina lína. Hún er skrifuð með annarri hendi en handritið sjálft.

Efnisorð
1.2 (1v)
Athugasemd

Auð síða.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (305 mm x 194 mm). Saltarinn hefur verið (350-370 mm x 250 mm).
Ástand

Brotið er í góðu ásigkomulagi, nokkuð slétt og mynd er skýr. Engar glufur eða göt. Nokkrir blettir. Gylling og litir hafa flagnað nokkuð. Jaðrar blaðs eru dekkri en miðja. Skorið hefur verið af blaði. Hluti af laufaskrauti á hægri hlið hefur verið skorinn burt.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Mynd af Kristi á krossinum. María stendur honum á hægri hönd en Jóhannes postuli honum á vinstri hönd. María er í blágrænum kjól og bleikum kyrtli, fóðruðum með hermilíni sem hefur tekið á sig ljósbláan lit. Jóhannes er klæddur í dökkgrænan kyrtil og bláa skikkju. Hún er með rósbleiku fóðri og hann heldur á rósbleikri bók. Kristur hefur blágrænt lendarklæði. Sjá má rautt blóð drjúpa úr höndum hans og fótum, sem og brjóstkassa. Krossinn skiptir bakgrunni í fjóra köflótta reiti. Í vinstra horni uppi og hægra horni niðri er bleikur bakgrunnur en í vinstra horni niðri og hægra horni uppi er blár bakgrunnur. Krossinn er gylltur og með bleikri rönd í miðju. Utan um myndina er tvöfaldur rammi. Innri ramminn er bleikur vinstra megin og blár hægra megin. Hann er skreyttur á fernan hátt. Gylltir reitir eru í öllum hornum. Ytri ramminn er gylltur og með laufaskrauti, rauðu, bláu og gylltu, úr öllum fjórum hornum.

Út frá samanburði við aðrar síður úr sama handriti sést að litir hafa fölnað nokkuð.

Uppruni og ferill

Uppruni
Francis Wormald tímasetur til 1294-1312. Þjms. 4678 er brot úr enskum saltara. ÍB 363 8vo er talið hafa verið úr sama handriti, enskum saltara sem var í eign Carrow-klausturs og var skrifaður um það bil 1290-1320. Einnig Lbs. fragm. 51. Árið 1972 kom í ljós að 29 blöð í Acc 7 d v í Árnasafni í Kaupmannahöfn eru úr sama saltara. Þessi blöð hafa verið tekin utan af bandi bóka í Árnasafni.
Ferill
Enski saltarinn er ekki talinn hafa komið til Íslands fyrr en eftir 1538, og var þá í Skálholti. Messudagarím, gert fyrir Karmelítasystur. Hefur líklega borist til Íslands beint frá Carrow-klaustri í Norfolk á Englandi skömmu eftir siðaskipti. Árni Magnússon fékk þetta handrit til eignar, líklega á Skálholtsárum sínum 1702-1712. Komið til Þjóðminjasafns árið 1900 frá bæ í Hrútafirði, selt úr dánarbúi Sigurðar Sverrisen, sýslumanns úr strandasýslu. Brotið er til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 24. júní 2021.

Notaskrá

Höfundur: Wormald, Francis
Titill: Historical Research, An Early Carmelite Liturgical Calendar from England
Umfang: 39
Höfundur: Selma Jónsdóttir
Titill: Enskt saltarabrot á Íslandi, Andvari
Umfang: s. 159-170
Höfundur: Selma Jónsdóttir
Titill: History of the English Psalter at Skálholt, Gripla
Umfang: 4
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið Árnastofnunar
  • Safn
  • Þjóðminjasafn
  • Safnmark
  • Þjms 4678
  • Efnisorð
  • Sálmar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn