Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Þjms 3411

Söngur á Ólafsmessu, 1450-1500

Tungumál textans
latína

Innihald

1 (1r-1v)
Söngur á Ólafsmessu
1.1 (1r)
Upphaf

... Maximiani principis ...

Niðurlag

... propios regi regum servulos ...

Athugasemd

Heilagur Pantaleón: Seq Celsa lux sion

1.2 (1v)
Upphaf

... Quo nos tecum in elorum ducat ...

Niðurlag

...sullimatus solio. Pro eternis brevia commutavit ...

Athugasemd

Heilagur Pantaleón (áfrh.): Seq Celsa lux sion (lok) Ólafur helgi: In Gaudeamus omnes in domino InPs Domine in virtute tua Gr Posuisti domine (í rauðu.) Alleluia AlV Sancte olave Seq Lux illuxit (lýkur ekki fyllilega)

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (320 mm x 276 mm).
Umbrot

Eindálka. 13 meginlínur. Nokkrar línur skrifaðar með smærra letri á fyrri síðu.

Leturflötur er 270 mm x 216 mm.

Ástand

Blek er að hluta nokkuð máð. Bl. 1r er ljósara og skýrara. Línur af saumgötum fyrir miðju. Efsti hluti blaðs og hluti af texta og nótum hefur verið skorinn af. Sumir af litunum sem myndin var máluð með hafa haft tærandi efni sem hafa slitið skinnið. Það hefur valdið því að göt komu á það og litirnir fölnuðu.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Upphafsstafurinn G er mynd af Ólafi dýrlingi í hásæti. Utan um stafinn fléttast vafningar með laufblöðum sem eru teiknuð með svörtum línum á skinnið. Stærri laufblöðin er skyggð með rauðu. Út frá þeim koma smærri lauf með grænum æðum. Ólafur hefur rauða kórónu og ljósan geislabaug. Litur kyrtilsins er fölnaður, en hann gæti hafa verið grænleitur. Skikkja hans, daufrauð, er tekin saman í hálsmáli með skrautnál. Hann er í rauðtíglóttum skóm og með ljósa hanska. Í hægri hönd heldur hann á öxinni Hel en á bók í vinstri. Öxlin er með brúnleitt axarskaft en gráblátt blað með rauðri egg. Ólafur situr á bekk með hvítleitri sessu. Sætið er gulleitt með bláu þverbandi. Bókin er í blágráu textaspjaldi. Á því eru sex rauðir deplar. Ólafur er með skegg og hátt enni. Bakgrunnur er blár.

Stærri upphafsstafir grænir. Rautt dregið í aðra upphafsstafi. Rauðar fyrirsagnir og nótur dregnar á rauðar línur.

Nótur
Nótur fyrir ofan línur.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til seinni hluta 15. aldar. Þjms 716 er brot úr sama grallara og Þjms 3411 og Þjms 30.
Ferill
Komið til Þjóðminjasafns 15/6/1890 frá Guttormi Jónssyni í Hjarðarholti í Dölum. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til varðveislu 11/5/2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 21. júní 2021.

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið Árnastofnunar
 • Safn
 • Þjóðminjasafn
 • Safnmark
 • Þjms 3411
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn