Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Þjms 2008-5-405

Snorra-Edda ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Schedæ Ara prests fróða um Ísland
Athugasemd

Skálholtsprent, 1688.

2
Snorra-Edda
Athugasemd

Aftan við eru ýmis fornkvæði, aðallega eddukvæði.

3
Landnáma
Athugasemd

Appendix, brot úr Landnámu, prentaðri í Skálholti 1688.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Seven provinces vatnsmerki. Líklegast franskur pappír.

Blaðfjöldi
i + 91 +i blað (17,8 mm x 14,5 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari óþekktur.

Band

Bókin er bundin í brúnt sauðskinn, þrykkt, spjöldin eru úr mörgum blöðum sem lögð eru saman. Þau eru öll skrifuð og eru því endurnýtt á þennan hátt.

Bandið er yngra en frá 1811 því á blaði 9r, sem er eins konar saurblað á milli prents og handrits, er dagsetningin 10. júlí 1811.

Vera kann að handritið sé bundið af Sigurði Helgasyni eða Helga Sigurðssyni, eða syni Helga.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, á síðari hluta 17. aldar.

Ferill

Bókin er komin frá séra Helga Sigurðssyni á Melum og hefur verið í eigu föður hans, Sigurðar Helgasonar, enda má sjá nafn hans ritað á nokkrum stöðum.

Handritið var áður varðveitt í Nordiska museet í Stokkhólmi.

Á seinni hluta 19. aldar eignaðist Nordiska museet í, sem þá var undir forystu Artur Hazelius, um 800 íslenska gripi, sem safnað hafði verið skipulega í þeim tilgangi að endurpspegla íslenska menningarsögu í norrænu samhengi. Þeim var einkum safnað á árunum 1874 til 1888.

Aðföng

Árið 2007 var gerður samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Nordiska museet (Norræna safnsins) í Stokkhólmi í Svíþjóð um að íslenskir gripir í eigu þess síðarnefnda yrðu afhentir Þjóðminjasafni til ævarandi varðveislu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 3. apríl 2025. Byggt á skráningu í Sarpi.

Lýsigögn
×

Lýsigögn