Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Þjms 954

Antiphonarium, 1300-1499

Athugasemd
Brot. Barnadagurinn.
Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-1v )
Antiphonarium
1.1 (1r)
Upphaf

... [...] Christus natus est nobis ...

Niðurlag

... Diffusa est gloria in ...

Athugasemd

Christus natus est nobis, venite adoremus; Dominus dixit ad me

1.2 (1v)
Athugasemd

Illlæsilegt.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (189 mm x 175 mm).
Umbrot

Eindálka. 9 línur á hvorri síðu.

Leturflötur er 189 mm x 210 mm.

Ástand
Skorið hefur verið ofan og neðan af broti og af öðrum jaðri svo hluti lesmáls er glataður. Einnig hefur verið skorinn flipi úr hinum jaðrinum. Hefur verið haft í band. Skinn er nokkuð dökkt. Texti á bl. 1r er skýr en bl. 1v hefur staðið út og er skítugt, dökkt og máð og texti illlæsilegur.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Á bl. 1v er e-s konar myndskreyting eða skreyttur upphafsstafur. Hluti hefur verið skorinn af og blaðið er máð að hluta. Vinstri helmingurinn er skýrari. Virðist vera e.k. egglaga form eða stafur. Útlínur eru dregnar með svörtu og mikið flúr er í kring. Rauður virðist hafa verið notaður til að skreyta og mögulega fleiri litir.

Blár upphafsstafur með rauðu flúri og rauður upphafsstafur með bláu flúri.

Rauðar fyrirsagnir.

Rautt dregið í smærri upphafsstafi.

Nótur
Nótur fyrir ofan hverja línu.
Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Fangamarkið „JÞ“ hefur verið skrifað efst í vinstra horni á bl. 1r, en það táknar eflaust Jónatan Þorláksson á Þórðarstöðum, en hann afhenti Þjóðminjasafni brotið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 14.-15. aldar.
Ferill
Kom til Þjóðminjasafns 14. júlí 1873 frá Jónatan Þorlákssyni á Þórðarstöðum. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11. maí 2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 22. júlí 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn