Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Þjms 242

Antiphonarium

Athugasemdir
Tíðasöngur á Pálsmessu (30/6) og messu Maríu Magdalenu (22/7). Tvinnið er í öfugu broti - blaðið sem merkt er 242 er bl. 2r.
Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-2v )
Antiphonarium
Efnisorð
1.1 (1r)
Tíðasöngur á Pálsmessu
Upphaf

... Ego plantavi [a]pollo rigavit. deus autem ...

Niðurlag

... fidem servam super m[...] corona iusticie. quam ...

Athugasemd

Páll postuli: Lofsöngvar: A1 Ego plantavi V Unusquisque A2 Libenter gloriabor V Quando enim A3 Sancte Paule V Ut digni A4 Agratia dei in me V Gratia dei sum A5 Damasci prepositus V Deus et pater AE Ego enim iam delobor (upph.)

Efnisorð
1.2 (1v)
Tíðasöngur á Pálsmessu
Upphaf

... reddet mihi dominus in illum diem ...

Niðurlag

... et vocabant eum nomine patris sui zachariam [...] et octavo ...

Athugasemd

Lofsöngvar (áfrh.): AE Ego enim iam delibor (lok) ACom Beatus petrus apostolus V Tu es petrus. (í rauðu.) Önnur aftansöngstíð: R Magnus sanctus. (í rauðu.) Iura? dominus (í rauðu.) AE O gloriosum lumen ACom Ingresso zacharia. (í rauðu.) V Fuit homo. (í rauðu.) Áttundi dagur Jóhannesar skírara: AE Factum est in die octavo (lýkur ekki fyllilega)

1.3 (2r)
Tíðasöngur á messu Maríu Magdalenu
Upphaf

... [mag]na contemplatrix et descende nos ...

Niðurlag

... in domo simonis residere. mox praeperavit domum i[ntravit] ...

Athugasemd

María Magdalena: Morgunbænir: A4 Contemplative (ekki frá upphafi) Ps Eructavit A5 Exemplum venie Ps Deus noster? A6 Hanc ergor Ps Fundamenta V Specie tua (í rauðu.) R4 Dixit dominus V O quam dulcem R5 Relinquens maria V Optimam partem R6 maria magdalen (upph.)

1.4 (2v)
Tíðasöngur á messu Maríu Magdalenu
Upphaf

... christi bedes se prostravit lacrimis rigavit ...

Niðurlag

... O mulier sancta lacrimarum fonte ...

Athugasemd

Morgunbænir (áfrh.): R6 Maria magdalen (lok) V Optans suorum A7 Lavit maria Ps Cantate A8 Solennitatem magdalene Ps dominus regnavit A9 Magdalenam Ps Cantate V Adiuvabit (í rauðu) R7 Pectore sincero V Quem te petimus R8 O mulier sancta (lýkur ekki fyllilega)

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (225-228 mm x 143-153 mm).
Umbrot

Eindálka. 11-12 línur á síðu.

Leturflötur er 168-180 mm x 105-114 mm.

Ástand
Fyrra blað er skert á neðri hluta hægri jaðars, svo hluti lesmáls er skertur. Blöðin eru götótt og gegnsæ. Hluti af lesmáli á bl. 2 er skert vegna gata. Letur er læsilegt en tvinnið gefur ekki fyllilega eftir svo það þarf að opna varlega til þess að skoða bl. 1v og bl. 2r. Hefur verið haft í band.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Litaðir upphafsstafir með rauðu flúri.

Rauður upphafsstafur á bl. 1v og annar upphafsstafur á bl. 1r sem var mögulega rauður.

Rauðar fyrirsagnir

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Önnur hönd í skrift á spássíu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 13. aldar.
Ferill
Komið til Þjóðminjasafns 15. júlí 1865 frá Jóni Borgfirðingi. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11. maí 2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 16. júlí 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn