Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Þjms 241

Veróníkubæn, 1300

Athugasemd
Myndskreytt brot.
Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-1v )
Veróníkubæn og mynd
Athugasemd

Veróníkubænin er eignuð Innocentiusi III páfa

1.1 (1r)
Mynd
Athugasemd

Enginn texti.

1.2 (1v)
Upphaf

0000000000000

Niðurlag

... per omnia secula seculorum amen ...

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (200 mm x 145 mm).
Umbrot

Eindálka. 12 línur á bl. 1v.

Leturflötur er 95 mm x 135 mm.

Myndflötur er 200 mm x 140 mm.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Myndin sýnir Krist í tignarsæti almættisins. Hann situr í e.k. hásæti með grænbláum ramma í kring. Hann er berfættur en í grænbláum kyrtli og undir honum í flík með rauðum ermum. Sætið er einnig rautt að hluta. Yfir honum er rauðleitur oddbogi sem gengur yfir og undir grænbláa rammann. Oddboginn hvílir í súlnahöfðum í hliðum rammans. Kristur er ungur og skegglaus með (uppsett?) hár og geislabaug. Í geislabaugnum eru mögulega leifar af skelgulli (e. shell gold). Myndinni svipar til Kristsmyndar AM 679.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til um 1300.
Ferill
Kom til Þjóðminjasafns 15. júlí 1865 frá Jóni Borgfirðingi. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11. maí 2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 19. júlí 2021.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið Árnastofnunar
  • Safn
  • Þjóðminjasafn
  • Safnmark
  • Þjms 241
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn