Skráningarfærsla handrits

Lbs 5744 4to

Söguþættir og fornkonungatal ; Ísland, 1848

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-2v)
Starkaðar saga gamla
Titill í handriti

Til Stakaðar sögu ens Gamla (eftir Saxa)

2 (3r-19v)
Sagan af Haraldi konungi hilditönn
Titill í handriti

Þáttur Haraldar hilditannar

3 (19v-28v)
Eymundar þáttur Hringssonar
Titill í handriti

Þáttur Óla og Eymundar

Athugasemd

Sumt gæti verið þýtt úr Saxa.

4 (29r-85v)
Fornkonungatal á Norðurlöndum
Titill í handriti

Fornkonungatal á Norðurlöndum að því er líklegast þykir og næst komist

Athugasemd

Byrjar Fornljótur ... frá heimsárinu 3840 til hérum 3880, endar á Friðriki VII frá 1848.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 86 + i blöð (206 mm x 167 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Gísli Konráðsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, eftir 1848.
Ferill

Sett á safnmark 2022.

Aðföng

Lbs 5744–5757 4to, afhent 20. september 2001 af Kristínu Indriðadóttur. Öll handritin koma úr safni Daða Davíðssonar bónda á Gilá í Vatnsdal, A-Hún. og eru sum rituð af honum. Þau voru síðar í eigu föður Kristínar, Indriða Guðmundssonar bónda á Gilá, en hann var systursonur Daða. Handritin voru fyrst afhent Stofnun Árna Magnússonar, sennilega á tíunda áratug tuttugustu aldar en í lok árs 2000 var ákvörðun tekin um að varðveita þau á handritadeild Landsbókasafns. Sjá einnig Lbs 5239–5255 8vo.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 18. júlí 2022 ; úr óprentaðri handritaskrá.
Lýsigögn
×

Lýsigögn