„Saga af Gísla Súrssyni.“
„Það er upphaf á sögu þessi að Haraldur hinn hárfagri réð fyrir Noregi …“
„… og víðara bjó hann á Mýrunum og eru menn frá honum komnir. “
Er ei fleira frá honum sagt í þessi sögu og lýkur hér nú sögu Gísla Súrssonar.
Í forriti handritsins hefur verið stór eyða; um það vitna auð blöð inni í handritinu ( sjá blöð 7r-11r).
Band (326 null x 205 null x 15 null)
Bókfell er á kili, pappírsklæðning á spjöldum.
Spjöld og kjölur í eldra bandi eru klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.
Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 104, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1686-1707.
Uppskrift eftir skinnhandriti sem var í Konungsbókhlöðu (sbr. AM 435 b fol., blað 6v). Í því handriti voru auk Gísla sögu: Fóstbræðra saga, Þorsteins saga Síðu-Hallssonar og Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Skyld handrit Gísla sögu eru: AM 761 b 4to, AM 482 4to og NKS 1181 fol. og AM 556 a 4to.
AM 149 fol. var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 157 g fol., AM 157 a fol., AM 154 fol., AM 157 c fol., AM 140 fol., AM 157 e fol., AM 164 k fol., AM 150 fol., AM 770 a 4to og AM 157 d fol. (sbr. AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).
Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XIV fol. í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. seðil og AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. apríl 1974.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. nóvember 1885 Katalog I; bls. 104 (nr. 178), DKÞ skráði 27. september 2001, VH skráði samkvæmt TEIP5 reglum 25. nóvember 2008; yfirfór í september 2009; lagfærði í nóvember 2010