Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 149 fol.

Gísla saga Súrssonar ; Noregur, 1690-1697

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-48r (bls. 1-95))
Gísla saga Súrssonar
Titill í handriti

Saga af Gísla Súrssyni.

Upphaf

Það er upphaf á sögu þessi að Haraldur hinn hárfagri réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… og víðara bjó hann á Mýrunum og eru menn frá honum komnir.

Baktitill

Er ei fleira frá honum sagt í þessi sögu og lýkur hér nú sögu Gísla Súrssonar.

Athugasemd

Í forriti handritsins hefur verið stór eyða; um það vitna auð blöð inni í handritinu ( sjá blöð 7r-11r).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 48 + i blöð (318 mm x 202 mm); blöð 7r-11r og 48v eru auð.
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking: 1-95.
  • Síðari tíma tölusetning blaða með rauðum lit: 1-48.

Kveraskipan
Sex kver.

  • Kver I: 1r-8v, 4 tvinn.
  • Kver II: 9r-16v, 4 tvinn.
  • Kver III: 17r-24v, 4 tvinn.
  • Kver IV: 25r-32v, 4 tvinn.
  • Kver V: 33r-40v, 4 tvinn.
  • Kver VI: 41r-48v, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 260 mm x 145 mm.
  • Línufjöldi er ca 29-30.
  • Innri og ytri spássíur eru afmarkaðar.
  • Vísuorð eru sér um línu.

Ástand

  • Á þó nokkrum stöðum er strikað undir orð eða setningar með rauðum lit (sjá blöð 6r, 12v, 16r, 26, 28v og á fleiri stöðum).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band (326 null x 205 null x 15 null)

Bókfell er á kili, pappírsklæðning á spjöldum.

Spjöld og kjölur í eldra bandi eru klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 104, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1686-1707.

Uppskrift eftir skinnhandriti sem var í Konungsbókhlöðu (sbr. AM 435 b fol., blað 6v). Í því handriti voru auk Gísla sögu: Fóstbræðra saga, Þorsteins saga Síðu-Hallssonar og Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Skyld handrit Gísla sögu eru: AM 761 b 4to, AM 482 4to og NKS 1181 fol. og AM 556 a 4to.

AM 149 fol. var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 157 g fol., AM 157 a fol., AM 154 fol., AM 157 c fol., AM 140 fol., AM 157 e fol., AM 164 k fol., AM 150 fol., AM 770 a 4to og AM 157 d fol. (sbr. AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XIV fol. í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. seðil og AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. nóvember 1885 Katalog I; bls. 104 (nr. 178), DKÞ skráði 27. september 2001, VH skráði samkvæmt TEIP5 reglum 25. nóvember 2008; yfirfór í september 2009; lagfærði í nóvember 2010

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, gerðar af Jóhönnu Ólafsdóttur eftir filmu frá Det kongelige Bibliotek í Kaupmannahöfn.
  • Renegatíf filma frá Kaupmannahöfn á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (askja 457).

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Småstykker 11-12
Umfang: s. 361-363
Titill: Membrana Regia Deperdita,
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Höfundur: Berger, Alan J.
Titill: Gripla, Text and sex in Gísla saga
Umfang: 3
Höfundur: Jørgensen, Jon Gunnar
Titill: The lost vellum Kringla,
Umfang: XLV
Höfundur: Hansen, Finn
Titill: Gripla, Punktum eller komma?
Umfang: 3
Höfundur: Guðni Kolbeinsson, Jónas Kristjánsson
Titill: Gerðir Gíslasögu, Gripla
Umfang: 3
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Til skjaldedigtningen,
Umfang: 6
Höfundur: Guðni Kolbeinsson, Jónas Kristjánsson
Titill: Gerðir Gíslasögu, Sagnalíf : sextán greinar um fornar bókmenntir,
Ritstjóri / Útgefandi: Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: 90
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Höfundur: Þórður Ingi Guðjónsson
Titill: Creating the medieval saga, Editing the three versions of Gísla saga Súrssonar
Umfang: s. 105-121
Lýsigögn
×

Lýsigögn