Uppskrift og hreinritun Boga Th. Melsteðs eftir Acc 6 a I-II og Acc 6 a III.
Ritstjóri : Bogi Th. Melsteð
Registur fremst og aftanmálsgreinar aftast í hvoru bindi.
Fyrra bindi: iii + 342 + ii.
Seinna bindi: iii + 260 + ii blöð.
Línustrikuð blöð.
Eindálka.
Leturflötur er 195 mm x 95-105 mm. Innri spássía er mjó, ca 10 mm, en sú ytri breið og þar eru sumstaðar athugasemdir og viðbætur.
Heilt og óskemmt.
Skrifari er Bogi Th. Melsteð.
Í tveimur bindum frá um 1900 ( fyrra bindi: 234 mm x 200 mm x 50 mm; seinna bindi: 234 mm x 196 mm x 42 mm). Skinnklædd pappaspjöld, gyllt þrykking á kili með nafni höfundar og titli og safnmarki.
Fremst í hvoru bindi er bundinn prentaður seðill Árnanefndar frá 1898 um handritið og skilmála fyrir notkun þess.
Laus seðill frá forverði.
Skrifað í Danmörku á árunum 1894-1898, sbr. fremst í fyrra bindi.
Skrifað fyrir Árnanefnd.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. febrúar 1991.
KÓÓ skráði 26. nóvember 2024.