Efnisyfirlit fremst með hendi Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Samkvæmt skrá hans í AM 477 fol. voru efnisþættirnir 22 en eru nú 18.
Útdráttur, en óheill.
Útdráttur.
Útdráttur, en óheill.
Útdráttur, en óheill.
Útdráttur og efnisyfirlit.
„Af Jökli Búasyni“
Útdráttur (óheill) og efnisyfirlit.
Einungis efnisyfirlit.
Einungis efnisyfirlit.
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti, 1-13.
Þrjú kver.
Með hendi Einars Eyjólfssonar, fljótaskrift.
Skýringar og krot á spássíum.
Band frá september 1970 (215 mm x 190 mm x 9 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Límt á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 737, en virkt skriftartímabil Einars var 1660-1695.
Í handritinu eru nöfnin Þorsteinn Oddsson (4r) og Rannveig Oddsdóttir (6v). Þorsteinn var bróðir Þorkels Oddssonar sem átti AM 554 4to og hefur án efa eignast handritið eftir föður sinn Odd Eyjólfsson eldri sem giftist ekkju Einars Eyjólfssonar, skrifara handritsins.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. september 1980.
Viðgert og bundið hjá Birgitte Dall í september 1970. Eldra band fylgir ekki.