Skráningarfærsla handrits

Lbs 1162 4to

Sendibréf til Gísla Konráðssonar og fleira ; Ísland, 1800-1899

Innihald

Sendibréf til Gísla Konráðssonar og fleira
Athugasemd

Bréf frá ýmsum til Gísla Konráðssonar. Þar má nefna: Herdís Benedictsen, Jón Árnason bókavörður, Þórarinn Sveinsson bókbindari, Björn Jónsson ritstjóri Norðra, séra Hannes Jónsson í Glaumbæ, séra Jón Konráðsson á Mælifelli, Einar Bjarnason á Mælifelli, Jón Jónsson Borgfirðingur, Magnús Gíslason sýslumaður, Tómas Tómasson í Hvalsnesi, Þorvaldur Sívertssen í Hrappsey og Sighvatur Grímsson Borgfirðingur. Ásamt þessu er að finna nokkur ljóðabréf eftir Gísla sjálfan og eitt eftir Eufemíu Benediktsdottur konu hans. Enn fremur nokkur hreppstjórnarplögg Gísla.

Tungumál textans
íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, skrifað á 19. öld.
Aðföng
Lbs 1116-1164 4to er safn Flateyjarfélagsins sem keypt var 15. september 1902.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Matthías Aron Ólafsson frumskráði 15. desember 2023 ; Handritaskrá, 1. b. bls. 459.
Lýsigögn
×

Lýsigögn