Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 189 8vo

Alfræðiefni ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-14r (Bl. 2r-15r))
Eftirgrennslan margra hluta
Titill í handriti

Eftirgrennslan margra hluta og meining margra hluta.

Athugasemd

Tíu heimspekilegar samræður.

1.1 (1r-2r (bl. 2r-3r))
Samtal meist[a]rans og lærisveinsins
Titill í handriti

Samtal meistara og lærisveins.

Upphaf

Lærisveinninn spyr: Seg mér hvar fyrir ...

Niðurlag

... þornar og uppurnar færandi ekki ávöxt.

1.2 (2r-4v (bl. 3r-5v))
Annað samtal
Titill í handriti

Annað samtal um man[n]sins höfuð

Upphaf

Þessu næst vil ég vita orsök til þess þá maður er hugsandi ...

Niðurlag

... ljóta reiði gallið ber.

1.3 (4v-6r (bl. 5v-7r))
Þriðja samtal
Titill í handriti

Þriðja samtal um holdlegt samband

Upphaf

Seg mér nú hvernig það kemur til að ef holdlegt samband skeður ...

Niðurlag

... þetta er uppdiktuð ræða og engan veginn sönn.

1.4 (6r-7r (bl. 7r-8r))
Fjórða samtal
Titill í handriti

Fjórða samtal um man[n]sins sæði

Upphaf

Læri[sveinn]: Seg mér nú þessu næst hvaðan að komi mannsins sæði ...

Niðurlag

... svo gíruglega tekur konan til sín sæðið.

1.5 (7r-9r (bl. 8r-10r))
Fimmta samtal
Titill í handriti

Fimmta samtal um blóðfall kvenna

Upphaf

Nú vil ég vita hvörs háttar að blóðfallið er ...

Niðurlag

... þá hefur hún mestan bakverk og skeður það þess vegna.

1.6 (9r-9v (bl. 10r-10v))
Sjötta samtal
Titill í handriti

Sjötta samtal um óbyrjur

Upphaf

Seg mér nú orsök til þess að sumar konur eru óbyrjur ...

Niðurlag

... kann ekki að ljá.

1.7 (9v-11v (bl. 10v-12v))
Sjöunda samtal
Titill í handriti

Sjöunda samtal um getnaðinn

Upphaf

Hvernig kemur það til að konurnar eiga piltana ...

Niðurlag

... verða ei svo langlífir sem aðrir menn.

1.8 (11v-12v (bl. 12v-13v))
Áttunda samtal
Titill í handriti

Áttunda samtal um tvítólaða menn

Upphaf

Hvernig koma tvítólaðir menn til ...

Niðurlag

... um það hvert embætti hann skal hafa.

1.9 (12v-13v (bl. 13v-14v))
Níunda samtal
Titill í handriti

Níunda samtal um skrímslin

Upphaf

Læri[sveinn]: Það skeði á dögum Alberti að í nokkru koti ...

Niðurlag

... en þá sæðið vantar þá vantar og limina.

Athugasemd

Um meðfædda líkamlega fötlun og síamstvíbura.

1.10 (13v-14r (bl. 14v-15r))
Tíunda samtal
Titill í handriti

Tíunda samtal um ungmennin

Upphaf

Hvað kemur til að sum börn líkjast föðurnum en sum móðurinni, sum hvorugu ...

Niðurlag

... öðrum sínum limum mundi.

Athugasemd

Virðist enda í miðri setningu.

2 (15r-17r (bl. 16r-18r))
Um mannsins art og náttúru
Titill í handriti

Um mannsins art og náttúru

Upphaf

Svo segja hinir fróðustu meistarar um mannsins sköpun ...

Niðurlag

...kararmaður og krýpur til heljar.

Athugasemd

Um útlit og skapferli, tennur og mismunandi æviskeið.

3 (17v-23r (bl. 18v-24r))
Um mannsins náttúru og eðli af stjörnunum
Titill í handriti

Um mannsins náttúru og eðli af stjörnunum

Upphaf

Nú af því að þér vitið ei hvar stjörnur standa ...

Niðurlag

... eður fæddur undir mána[00].

Athugasemd

Meirihluti bl. 19v (20v) er auður. Þar endar textinn í miðri setningu en bl. 20 (21) er úr annarri bók þar sem textinn heldur áfram. Fyrra handritið heldur svo áfram á bl. 21r (22r) og áfram. Svo virðist sem vanti í textann á milli 20v (21v) og 21r (22r).

Titill í handriti

Um tungl

Upphaf

Þá tungl er nætt er hvervitna gott ...

Niðurlag

... ei er þá gott fyrir blóð.

5 (27r-30r (bl. 28r-31r))
Um mannanna sköpun
Titill í handriti

Um mannanna sköpun

Upphaf

Svo segja oss fróðar vísindabækur ...

Niðurlag

... þjóð sú sem stert hefur svo sem þá er sels dindill.

Athugasemd

Um ólíkar þjóðir, m.a. risa, Blálendinga, einfætlinga.

6 (30r-31r (bl. 31r-32r))
Einn gamall annáll
Titill í handriti

Einn gamall annáll

Upphaf

Það gjörðist tíðinda einn tíma í Íslandi að eldur kom upp úr Heklufelli ...

Niðurlag

... herra Jesú Kristí M og III hundruð ára.

Athugasemd

Um Heklugos árið 1300 og afleiðingar þess.

Efnisorð
7 (31r-31v (bl. 32r-32v))
Einiberja dyggðir
Titill í handriti

Einir berja dyggðir

Upphaf

Svo skrifar einn meistari er Hip[p]ocratus heitir ...

Niðurlag

... ef þeir eru með því smurðir.

8 (31v-35v (bl. 32v-36v))
Um sköpun skepnanna
Titill í handriti

Um sköpun skepnanna

Upphaf

Guð skóp allar skepnur ...

Niðurlag

... umfram og iiij nætur.

Athugasemd

Um tímasetningar ýmissa atburða úr biblíunni.

9 (35v-36v (bl. 36v-37v))
Um heimsstöðu
Titill í handriti

Um heimsstöðu

Upphaf

Heimsstaðan er talin í xij páskaaldir ...

Niðurlag

... og er það þá hlaupársdagur.

10 (36v-39r (bl. 37v-40r))
Stjörnu-Odda tal
Upphaf

Svo taldi Stjörnu-Oddi er glöggvastur var ...

Niðurlag

... þá er komið til Andrésmessu.

11 (39r-45v (bl. 40r-46v))
Um sólmörk
Titill í handriti

Hér segir af sólmörkum

Upphaf

Það er rímtal svo er hinum fyrri mönnum þótti ...

Niðurlag

... nucior xij adonij xix.

12 (45r-47r (bl. 46v-48r))
Af löndum og tungum
Titill í handriti

Af löndum og tungum

Upphaf

Synir Nóa voru þrír ...

Niðurlag

... verða alls taldar tungur ii og lxx en þjóð þúsund.

13 (47v-48r (48v-49r))
Um ár og vötn
Upphaf

Fjórar ár falla úr Paradís í þennan heim ...

Niðurlag

... Saxelfur, Padus, Tifru, Rodon, Getus.

Efnisorð
14 (48r (bl. 49r))
Af vötnum og brunnum
Titill í handriti

Af vötnum og brunnum

Upphaf

Vötn og tjarnir eru með mörgu móti ...

Niðurlag

... Dauðasjór er á Egyptalandi.

Efnisorð
15 (48r-67r (bl. 49r-67r))
Um form og línur handarinnar
Athugasemd

Um línur og "berg" handarinnar og tengsl þeirra við skapferli fólks.

Skrifari hefur ruglast við uppskriftina. Þannig er texti á 51v13 (52v13)-52v17 (53v17) endurtekinn á bl. 56r13 (57r13)-57r9 (58r9) undir fyrirsögninni Þetta á lesast fyrr sem seinna er skrifað.

Efnisorð
15.1 (48r-52v (49r-53v))
Berg handarinnar
Upphaf

Í mannsins líkama hvörjar spacim menn kalla berg ...

Niðurlag

... það er á milli líflínu og lukkulínu hvört rúm mjög eftir.

Athugasemd

Virðist enda í miðri setningu neðarlega á bl. 52v (53v).

15.2 (53r-54vr (bl. 54r-55v))
Mynd handarinnar
Upphaf

Nú er að segja af mynd handarinnar og hennar verkum ...

Niðurlag

... og lítt colerchus.

15.3 (54v-56r (bl. 55v-57r))
Af alls háttuðum eiginleik
Titill í handriti

Af alls háttuðum eiginleik

Upphaf

Ef nokkur lýtur og munninn að matnum hneigir ...

Niðurlag

... hann mun og einnig til heiðurs hefjast.

15.4 (56r-59v (bl. 57r-60v))
Lesa þetta fyrst
Titill í handriti

Þetta á að lesast fyrr sem seinna er skrifað

Upphaf

Gengur hún allt í miðlínu og ekki lengra ...

Niðurlag

... án hvörra lima maðurinn má ekki lifa.

15.5 (59v-61r (bl. 60v-62r))
Af lífslínuteikninu
Titill í handriti

Af lífslínuteikninu í þeirri fyrstu almennilegu hönd

Upphaf

Þetta rúm handarinnar, milli miðlínu og borðlínu ...

Niðurlag

... en það sker skjaldan.

15.6 (61v-62r (bl. 62v-63r))
Af höfuðlínu
Titill í handriti

Af línu höfuð[s]ins

Upphaf

Ef lífslínan er breið og löng ...

Niðurlag

... hugsunar illrar og góðrar hneigðar.

15.7 (62r-63r (bl. 63r-64r))
Af lifrarlínu
Titill í handriti

Af línu lif[r]arinnar

Upphaf

En ef lif[r]arinnar lína er löng og breið ...

Niðurlag

... þýðir krankleik sem einnig kemur af lif[r]inni.

15.8 (63r-64v (bl. 64r-65v))
af triangulo línu handarinnar
Titill í handriti

Af tr[i]angulo handarinnar línu og borðinu

Upphaf

Af tr[i]angulo er áður sagt hvernig hún er gjörð ...

Niðurlag

... tilfallandi hlutir verða af þessari línu teknir.

15.9 (64v-66v (bl. 65v-67v))
Af borði handarinnar
Titill í handriti

Af borði handarinnar

Upphaf

Borð handarinnar er á millum miðlínu og borðlínu ...

Niðurlag

... það er sagt af helstu línum.

15.10 (66v-67r (bl. 67v-68r))
Aðrar línur handarinnar
Titill í handriti

Af öðrum línum utan prin[c]ipalis

Upphaf

Það er enn aðrar línur fyrir utan þær fjórar ...

Niðurlag

... en hitt kemur af nægð náttúrunnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 68 + i blað (155 mm x 95-97 mm). Auð blöð: 14v (Bl. 15) og 67v-68v (Bl. 68-69).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt 2-68 á neðri spássíu, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Níu kver:

  • Kver I: bl. 2-9, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 10-17, 4 tvinn.
  • Kver III: bl.18-19, 1 tvinn.
  • Kver IV: bl. 20-29, 2 stök blöð, 4 tvinn.
  • Kver V: bl.30-37, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 38-45, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 46-50, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 51-61, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 62-69, 4 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 125-130 mm x 82 mm á bl. 1-14 en ca 112-116 mm x 72-75 mm á bl. 15-58.
  • Línufjöldi er 16-22.
  • Griporð víðast hvar.
Ástand

Blekblettir, 10r (bl. 11r) og 19v (bl. 10v).

Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

I. 1r-14r: Óþekktur skrifari.

II. 15r-67r: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Pennaflúraðir upphafsstafir (ca 2 línur), sjá t.d. bl. 1r (Bl. 2r), en minna flúraðir eftir bl. 15r (bl. 16r).

Stærra letur notað í fyrirsögnum og fyrstu línu kafla, sjá t.d. bl. 35v (bl. 36v).

Smá skreyting við griporð, t.d. bl. 24v (Bl. 25v)

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Nöfn og ýmislegt krot er á saurblaði og spjaldblöðum.

Band

Band frá því í september 1980 (120 mm x 164 mm x 19 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra nýju bandi.

Safnmarksmiði á kili.

Eldra band (ca 144-147 mm x 92-98 mm x 17 mm) er klætt skinni (en hefur skroppið saman). Varðveitt sér í pappakápu (223 mm x 191 mm x 5 mm). Þar liggja einnig spjaldblöð (hér og hér).

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1700 í Katalog II 1892, bls. 439. Bl. 20 (Bl. 21) er úr eldra handriti frá 17. öld.

Ferill

Sjá seðil Árna Magnússonar. Sjá einnig nöfn á spjaldblöðum og saurblaði.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 21. maí 1981.

Frá 11. febrúar til 11. maí 2025 er handritið á sýningunni Heimur í orðum í Eddu, Arngrímsgötu 5.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga
Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í september 1980. Gamalt skinnband og skrifuð blöð úr því fylgja með.
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger.

Notaskrá

Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Um Fóstbræðrasögu,
Umfang: 1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Zitzelsberger, Otto J.
Titill: Medieval physiology encoded: an Icelandic samtal, Mediaeval Scandinavia
Umfang: 12

Lýsigögn