„Sagan af Eiríki rauða“
„Ólafur hét kóngur er kallaður var Ólafur hvíti …“
„… móður Brands biskups hins fyrra. Og lýkur hér þessari sögu.“
„Þáttur af Brodd-Helga“
„Þar hefjum vér þennan þátt …“
„… og Jóns prests Arnþórssonar.“
„Sagan af Þorsteini uxafót“
„Þorkell hét maður og bjó í Krossavík …“
„… og fellur á Orminum langa“
og endar hér frá Þorsteini uxafót.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar ( Katalog I 1889:716 ).
Árni Magnússon hefur líklega fengið bókina að láni hjá séra Guðmundi nokkrum, e.t.v. Guðmundi Jónssyni presti á Helgafelli, og ekki þurft að skila henni aftur (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1978.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978.
Bl. 25 og 25bis losuð í sundur af Birgitte Dall, 31. október 1977.