„Hér byrjar Búa sögu“
„Helgi bjóla son Ketils flatnefs nam Kjalarnes …“
„… og er mikil ætt frá honum komin“
og endar þar með Kjalnesinga sögu.
„Nú byrjar söguna af Jökli syni Búa Andríðarsonar“
„Jökli þótti nú svo illt verk sitt …“
„… og kunnum vér eigi lengra frá Jökli að segja.“
„Og endir með því hans sögu þó illa sé skrifuð. Endir.“
„Saga af Ála-flekk“
Einungis upphaf (5 línur auk fyrirsagnar), útkrassað og ólæsilegt að mestu leyti.
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar 1-27.
Fimm kver.
Krassað yfir 6 línur á bl. 27v.
Óþekktur skrifari, fljótaskrift.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. nóvember 1975.
Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.