Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 455 fol.

Grettis saga ; Danmörk, 1750-1798

Innihald

1 (1r-379r)
Grettis saga
Titill í handriti

Grettis saga

Upphaf

Maður er nefndur Önundur …

Niðurlag

… sá hinn sami er hans hefndi.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Grettis Ásmundarsonar.

Athugasemd

Íslenskur texti (á versósíðum) ásamt latneskri þýðingu (á rektósíðum) og lesbrigðum.

Á bl. 1r er aðeins titill sögunnar og númerið No 55, en sagan hefst á bl. 1v, latneska þýðingin á 2r.

Tungumál textans
íslenska
1.1 (379v-444v)
Skýringar við Grettis sögu
Tungumál textans
íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
454 blöð, þrjú bindi: i + 1-211 (+149bis og 189bis) + ii; ii + 212-361 + i; i + 362-444 + i (335 mm x 215 mm). Auð blöð: 38v, 321v-322r, 323r, 337r-v, 356v-368v (skrifað á rektósíðurnar), 380r-392r (skrifað á versósíðurnar), 396v, 404r, 406r, 408r, 410r-417r (skrifað á versósíðurnar), 424v-426v, 441v-442v og 443v-444r. Bl. 269r, 355v, 393r, 394v og 409r að mestu auð. Enn fremur er neðri fjórðungur (stundum neðri helmingur) blaða víða auður og á nokkur blöð eru aðeins fáeinar línur skrifaðar.
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti á neðri spássíu 1-444.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 220-330 mm x 200-220 mm.

Línufjöldi er ca 22-32 (á sum blöð eru aðeins fáeinar línur skrifaðar).

Ástand

Bl. 390, 394 og 444 lítillega skemmd.

Bl. 432 ætti að vera á undan bl. 431.

Skrifarar og skrift

Með hendi Guðmundar Magnússonar, sprettskrift.

Band

Band (þrjú bindi) frá 1991 (350 mm x 240 mm x 20-45 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um band og forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn vegna fyrirhugaðrar útgáfu á Grettis sögu á vegum Árnanefndar í Kaupmannahöfn, sem ekki varð af (Guðvarður Már Gunnlaugsson 2000:37-78). Það er tímasett til loka 18. aldar í Katalog I , bls. 327, en skrifari lést 1798.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. mars 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í þrjú bindi á verkstæði Birgitte Dall í Kaupmannahöfn í febrúar 1991. Eldra band fylgir ásamt skrá um kveraskiptingu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Hallfreðar saga,
Umfang: 15
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Observations on some manuscripts of Egils saga
Umfang: s. 3-47
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn