„Grettis saga“
„Maður er nefndur Önundur …“
„… sá hinn sami er hans hefndi.“
Og lýkur hér sögu Grettis Ásmundarsonar.
Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti á neðri spássíu 1-444.
Eindálka.
Leturflötur er ca 220-330 mm x 200-220 mm.
Línufjöldi er ca 22-32 (á sum blöð eru aðeins fáeinar línur skrifaðar).
Með hendi Guðmundar Magnússonar, sprettskrift.
Band (þrjú bindi) frá 1991 (350 mm x 240 mm x 20-45 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um band og forvörslu.
Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn vegna fyrirhugaðrar útgáfu á Grettis sögu á vegum Árnanefndar í Kaupmannahöfn, sem ekki varð af (Guðvarður Már Gunnlaugsson 2000:37-78). Það er tímasett til loka 18. aldar í Katalog I , bls. 327, en skrifari lést 1798.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. mars 1991.
Viðgert og bundið í þrjú bindi á verkstæði Birgitte Dall í Kaupmannahöfn í febrúar 1991. Eldra band fylgir ásamt skrá um kveraskiptingu.