Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 87 4to

Sálmasafn ; Ísland, 1709-1750

Titilsíða

Söngvabók eigandans er heitir Málfríður Einarsdóttir gefin af hennar hjartkærasta Sigurði Sigurðssyni eldra að Saurbæ á Kjalarnesi Anno MDCCIX. (1r)

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 271 blað (181 mm x 148 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu, ónafngreindur skrifari.

Skreytingar

Skreytt titilsíða.

Skreyttir upphafsstafir og yfirskriftir, sumt með litum.

Bókahnútar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á saurblaði 2 er yngri titilsíða og á saurblaði 3 er efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1709-1750
Ferill

Sigurður Sigurðsson skrifaði sálmabókina fyrir Málfríði Einarsdóttur, eiginkonu sína. Helga Brynjólfsdóttir, sonardóttir Málfríðar, átti síðan bókina 1823.

Gjöf frá síra Sigurði B. Sívertsen og hefur verið í eigu forfeðra hans.

Áður ÍBR B. 137.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Guðrún Laufey bætti við færsluna 6. maí 2024 ; GI lagfærði 18. október 2016 ; Sigrún J. Marelsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 12. maí 2010 ; Handritaskrá, 3. bindi, bls. 221-222
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 21. júlí 2010: Viðkvæmur pappír.

Myndað í september 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í september 2010.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sálmasafn

Lýsigögn