„Rollants Rymur gỏmlu | ortar af Þorde h. Magnuſsyne“
18 rímur. Bl. 30v autt.
Fyrirsagnir rauðar.
Árni Magnússon hefur skrifað á saurblað: Þessar Rollants rímur átti [breytt úr á] sr. Jón Torfason á Breiðabólsstað, og eru þær útskornar úr bók er hann átti [breytt úr á]. Hjá mér í láni, hvar á aðrar fleiri rímur, - ég á nú (1721) bókina [síðari viðbót]. - Bókin [AM 614 a-f 4to] er rituð sirka 1656. Er þetta með hendi Halldórs nokkurs Guðmundssonar norðlensks manns, skrifar sr. Jón Torfason mér, og segir þann Halldór sér ókunnugan vera [upprunalega skrifað: Sr Jóns Erlendssonar í Villingaholti yfirstrikað og leiðrétt ofan línu].
á fremra saurblaði eru upplýsingar með hendi Árna Magnússonar
Halldór Guðmundsson skrifaði 1656 (sjá saurblað).
Samkvæmt athugasemd frá Guðbrandi Vigfússyni er höndin Hallgríms Péturssonar, en það er varla rétt, segir Kålund.
Upprunalega hluti af stærra handriti, sem innihélt AM 614 a-f 4to.
Árni Magnússon fékk frá sr. Jóni Torfasyni á Breiðabólstað, fyrst að láni en til eignar 1721 (sjá saurblað).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1983.
Tekið eftir Katalog II , bls. 22 (nr. 1580). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 6. september 2001.
Gert við í Kaupmannahöfn 1964.