Skráningarfærsla handrits

KBAdd 2 8vo

Sögubók, 1718-1720

Athugasemd
Göngu-Hrólfs saga og Sagan af Hálfdáni Eysteinssyni
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-115v)
Göngu-Hrólfs saga
Upphaf

með sínu föruneyti …

Niðurlag

… sagan af Hrólfi Sturlaugssyni

Skrifaraklausa

Enduð Melstað þann 17. febrúar 1718 skrifuð af Einari Nichulássyni. [Með annarri hönd:] Bæði seint og illa og er lesarinn vinsamleg umbeðin að lagfæra það yfir hefur fyrst sem margt og mikið er. (Bl. 115v).

Athugasemd

Óheilt, hefst í 3. kafla, sbr. Fornaldar sögur Norðrlanda III, bls. 245.

1.1 (94r-v)
Vísur Hreggviðs kóngs
Titill í handriti

Vísur Hreggviðs kóngs á þennan hátt í sumum sögum

Upphaf

Gleðst Hreggviður af góðri för / Hrólfs ins hugdjarfa hingað til landa ...

Niðurlag

... vel lengi standa, lengi standa.

2 (116r-155r)
Sagan af Hálfdáni Eysteinssyni
Titill í handriti

Sagan af Hálfdáni Eysteinssyni 1. capit.

Upphaf

Á fyrri manna öldum réð sá kóngur ...

Niðurlag

... var faðir Ingigerðar, er átti Göngu Hrólfur, sem segir í sögu hans

Skrifaraklausa

Skrifuð að Melstað af ENS til merkis mitt nafn við Melstað við Miðfjörð. Anno 1720 Einar Nicholásson. [Með annarri hönd:] Bæði seint og allilla [0e0red] illa. (Bl. 115v).

Baktitill

og lyktar hér svo sögu þessa af Hálfdáni Eysteinssyni.

3 (157v)
Vísa
Upphaf

Höndin stirnar hrörnar sýn

Niðurlag

... Höndin stirnar ræðan ringlast, ráð ei hefur

Athugasemd

Vísa um kvörtun um elli

Blek er farið að dofna.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 157 + i blað, þar með blað merkt 39bis (147-170 mm x 102-105 mm). Blöð 156r og 157r eru auð.
Tölusetning blaða
  • Blaðmerkt með blýanti á neðri spássíu 1-157.
  • Blaðsíðumerkt með blýanti á efra horni rektósíðna 5-315.
Kveraskipan

20 kver:

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-20, 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 21-24, 2 tvinn.
  • Kver V: bl. 25-32, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 33-39bis, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 40-47, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 48-55, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 56-63, 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 64-71, 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 72-77, 3 tvinn.
  • Kver XII: bl. 78-85, 4 tvinn.
  • Kver XIII: bl. 86-93, 4 tvinn.
  • Kver XIV: bl. 94-103, 5 tvinn. (Blöð 94 og 103 eru minni).
  • Kver XV: bl. 104-111, 4 tvinn.
  • Kver XVI: bl. 112-121, 5 tvinn.
  • Kver XVII: bl. 122-131, 5 tvinn.
  • Kver XVIII: bl. 132-139, 4 tvinn.
  • Kver XIX: bl. 140-147, 4 tvinn.
  • Kver XX: bl. 148-157, eru nú stök blöð en hafa verið áður 5 tvinn.

Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 125-145 mm x 80-90 mm.
  • Línufjöldi er ca 12-24.
  • Leturflötur afmarkaður með þurroddi.
  • Línur eru strikaðar með þurroddi.
  • Griporð víða, sum með pennaflúri.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti.
Ástand
  • Bl. 1-2 eru skemmd að ofan.
  • Blöð snjáð og dökk.
  • Jaðar dökkur og bylgjaður.
  • Þó nokkuð um yfirstrikanir og leiðréttingar á texta.
  • Blettir víða, en skerða ekki texta, nema á bl. 57v.
  • Göt á neðra ytra horni, en skerða ekki texta, bl. 56-79.
  • Á bl. 115v hefur verið skafið brott Illa er skrifað
Skrifarar og skrift

Með hendi Einars Nikulássonar

Skrifaraklausur: óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Flúraðir upphafsstafir á stökum stað, frá bl. 64v.

Fyrsta lína í kafla smá skreytt, frá bl. 64v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Innskotsblað (100 mm x 80 mm), 94 með vísu Hreggviðar kóngs.
  • Innskotsblað (50 mm x 80 mm), 103 sem á stendur: með því að hér hefur so fram farið sem fyrr segir, á versósíðu: hier skrifast Rÿmur af göngu hrolfe og.
  • Á bl. 155v stendur: Denne Bog kan ikke sælges undir 6 rixdaler (ca 1800).
  • Á bl. 156v er pennaprufa.
Band

Band frá árunum 1995-1996 (178 mm x 133 mm x 39 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Safnmarksmiði á kili. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra nýju bandi.

Eldra band frá 19. öld (170 mm x 113 mm) er varðveitt í sér öskju. Pappaspjöld klædd pappír með bláu marmaramynstri. Leður á kili og hornum. Safnmarksmiði á kili og innan á fremra spjaldi. Saurblöð tilheyra bandi. Stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn á fremra spjaldblaði.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Melstað við Miðfjörð 1718-1720.

Ferill

Handritið er skrifað af Einari Nikulássyni, sjá skrifaraklausur á bl. 115v og 155r.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Niels Borring og Cristina Bronér gerðu við handritið í janúar 1995 til mars 1996. Handritið er í nýju bandi en ekki í öskju og gamalt band fylgdi með. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn