Skráningarfærsla handrits

KBAdd 7 fol.

Flateyjarannáll, 1700-1799

Titilsíða

Flateyjar annáll | I Codice Regio Flateynsi a columna | 856 usqve ad Finem Cod. nempe col: 995.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-83v)
Flateyjarannáll
Titill í handriti

Hér hefur annál frá heims upphafi og tölu Jeronimi prests

Upphaf

Guð skapaði alla skepnu senn enn hann syndi hana á sex dögum ...

Niðurlag

... grasvöstur lítill. fellir nokkur.

Notaskrá

Flateyjarbók III, s. 475-583.

Athugasemd

Afrit eftir Flateyjarbók.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 83 + i blað auk titilsíðu (313 mm x 195 mm).
Tölusetning blaða
Upprunaleg blaðsíðumerking 1-166.
Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er 247-250 mm x 157 mm.
  • Línufjöldi er 28-33.
  • Leturflötur er afmarkaður með þurroddi.
Ástand

Texti sést í gegn.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, kansellískrift.

Skreytingar

Ígildi bókahnúts við lok texta, bl. 83v.

Band

Band frá 19. öld (318 mm x 202 mm x 24 mm). Pappaspjöld klædd pappír með brúnleitu marmaramynstri. Leður á kili og hornum. Upphleyptar rendur á kili og gylling. Titill með gylltu á kili. Saurblöð tilheyra bandi. Límmiði framan á kápu með safnmarki. Á fremra spjaldi er safnmarksmiði og stimpill frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn.

Handritið liggur í öskju (333 mm x 218 mm x 30 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn. Kålund tímasetur það til síðari hluta 18. aldar (Katalog 1900 bls. 435).

Ferill

Sjá nr. 240 fol. í uppboðsskrá Bernhards Møllmann 1783.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Morten Grønbech gerði við í ágúst til nóvember 1995. Handritið er í nýrri öskju, en ekkert var hreyft við upphaflegu bandi. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1995.

Notaskrá

Titill: Flateyjarbók
Ritstjóri / Útgefandi: Guðbrandur Vigfússon, Unger, C. R.
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn, viðaukar
  • Safnmark
  • KBAdd 7 fol.
  • Efnisorð
  • Annálar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn