Skráningarfærsla handrits

Acc. 6 a III

Den islandske Retshistorie indtil Fristatens Undergang og norsk Lovgivnings Indførelse i det 13de Aarhundrede. ; DA, 1843-1892

Tungumál textans
danska

Innihald

Den islandske Retshistorie indtil Fristatens Undergang og norsk Lovgivnings Indførelse i det 13de Aarhundrede.
Athugasemd

Eiginhandarrit Vilhjálms Finsens. Uppkast að réttarsögu Íslands á þjóðveldistímanum.

Registur á bls. i-ii.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
83 blöð (175 mm x 215 mm). Línustrikuð blöð úr stílabók. Bls. 158 er auð.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt efst á úthorni.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 170 mm x 145 mm, nær alveg út í kant á ytri spássíu. Innri spássía er breið og þar eru óteljandi athugasemdir og viðbætur.

Ástand

Heilt og óskemmt.

Skrifarar og skrift

Vilhjálmur Finsen,

Band

Band frá 1994 (188 mm x 243 mm x 25 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófara lín á hornum og kili. Saumað á móttök. Eitt saurblað fremst og aftast tilheyra nýja bandinu. Miði með safnmarki límdur á kjöl.

Gamalt band er varðveitt.

Fylgigögn

Pappakápa með línkili (289 mm x 230 mm) fylgir merkt Acc 6 a á við Acc 6 a III og einnig Acc 6 a I-II. Þar eru:

  • Þrjú eintök af prentuðum seðli Árnanefndar frá 1898 um handritið og skilmála fyrir notkun þess.
  • Afskrift af bréfi Hannesar Finsen stiftamtmanns í Ribe, dags. 24. september 1892 til frænda síns Oluf Thomas Emil Finsen etatsráðs um handritið.
  • Tveir seðlar með hendi Vilhelms Finsens.
  • Seðill rifinn úr stílabók með útreikningum.
  • Blár seðill Jóns Sigurðssonar um British Museum Add 11.242 4to, syrpu séra Gottskálks í Glaumbæ, Grágás og Staðarhólsbók.
  • Tveir lausir seðlar með upplýsingum frá forverði.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Danmörku á seinni hluta 19. aldar.

Ferill

Handritið var gefið Árnasafni 23. júní 1892 eftir andlát höfundarins, sbr. óprentaða handritaskrá Agnete Loth yfir handrit með safnmarkið Acc.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. mars 1994.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

KÓÓ skráði 25. nóvember 2024.

Viðgerðarsaga
Viðgert og bundið af Rannver Hannessyni í Kaupmannahöfn 26. maí 1993-8. mars 1994.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn