Eiginhandarrit Vilhjálms Finsens. Uppkast að réttarsögu Íslands á þjóðveldistímanum.
Registur á bls. i-ii.
Blaðsíðumerkt efst á úthorni.
Eindálka.
Leturflötur er 170 mm x 145 mm, nær alveg út í kant á ytri spássíu. Innri spássía er breið og þar eru óteljandi athugasemdir og viðbætur.
Heilt og óskemmt.
Vilhjálmur Finsen,
Band frá 1994 (188 mm x 243 mm x 25 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófara lín á hornum og kili. Saumað á móttök. Eitt saurblað fremst og aftast tilheyra nýja bandinu. Miði með safnmarki límdur á kjöl.
Gamalt band er varðveitt.
Pappakápa með línkili (289 mm x 230 mm) fylgir merkt Acc 6 a á við Acc 6 a III og einnig Acc 6 a I-II. Þar eru:
Handritið er skrifað í Danmörku á seinni hluta 19. aldar.
Handritið var gefið Árnasafni 23. júní 1892 eftir andlát höfundarins, sbr. óprentaða handritaskrá Agnete Loth yfir handrit með safnmarkið Acc.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. mars 1994.
KÓÓ skráði 25. nóvember 2024.