Kvæði og vísur eftir ýmsa höfunda[.] Samanskrifað af Halldóri Péturssyni 1851.
„Veðuráttufar 1846“
Fremst í handriti er veðurfarslýsing fyrir árið 1846 eftir Guðmund Jónsson í Brúnagerði. Eiginhandarrit hans.
Lbs 2566 8vo er að mestu kvæðakver og eru ofangreindir höfundar nafngreindir í handriti. Kvæði Sigurðar Jónssonar á Neðstalandi fjallar um draum Guðbjargar Þorkelsdóttur á Hraunshöfða í Öxnadal. Með hendi Halldórs Péturssonar, þá í foreldrahúsum í Brúnagerði í Fnjóskadal, síðar bókbindari og bóksali á Akureyri.
„Ættartala Halldórs Péturssonar á Brúnagerði í Fnjóskadal 1848“
Inn á milli kvæða í handriti er ættartala skrifarans, Halldórs Péturssonar í Brúnagerði.
„Vöku tafla til að vita hvað fram orðið er af stjörnum samið af Torfa Sveinssyni“
Með hendi Halldórs Péturssonar í Brúnagerði.
Pappír.
Halldór Pétursson (að mestu)
Innbundið.
Lbs 2559-2573 8vo, keypt haustið 1938 af Jóni Jónatanssyni á Öngulsstöðum, en hann fékk handritin eftir föður sinn, Jónatan Þorláksson á Þórðarstöðum.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 89.
Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 6. júní 2024.