„Hér byrjast Njáls saga“
„Mörður hét maður er kallaður var gígja …“
„… Son Brennu-Flosa var Kolbeinn er ágætastur maður hefur verið í þeirri ætt. “
Og ljúkum vér þar Brennu-Njáls sögu etc.
Texti vísna neðarlega á blaði 132v vinstra megin, hefur skaddast þar sem horn blaðsins hefur rifnað af.
„Dróttkveðin vísa“
„… Líti lýða sveitir …“
„… vellærður.“
Vísan er óheil. Sjá seðil Árna Magnússonar þar sem hann reynir að endurgera textann. Í þessari vísu er Sæmundur fróði nefndur höfundur sögunnar. Sjá einnig vísu á blaði 133r.
„Áttmælt“
„Gunnar greitt eg meina …“
„… kýf með stáli hreina.“
Vísa um persónur sögunnar. Aftan við er fangamark: HÞ.S..
„… ofan tár …“
„… með hlyrnis ljósi góðu“
Vísa með mannsnafni á rúnaletri. Vísan er óheil. Sjá seðil Árna Magnússonar þar sem hann reynir að endurgera textann.
„… laxa leið …“
„… með hlyrnis ljósi góðu.“
Vísa með mannsnafni á rúnaletri. Vísan er óheil. Sjá seðil Árna Magnússonar þar sem hann reynir að endurgera textann.
„Lesi bið eg lundur stáls …“
„… á Odda stóð.“
Hér er Sæmundur fróði nefndur höfundur sögunnar. Sjá einnig vísu á blaði 132v þar sem segir sömuleiðis að Sæmundur sé höfundur sögunnar. Vísan var óheil en Árni Magnússon hefur reynt að endurgera texta vísunnar á pappírsbút sem límdur hefur verið á blaðið.
Upprunaleg blaðsíðumerking 1-264; 265 hefur verið bætt við blaðsíðutalið síðar.
Sautján kver.
Band (217 null x 160 null x 30 null) er frá 1911-1913. Spjöld eru klædd brúnyrjóttum pappír, kjölur er klæddur bókfelli. Blár safnmarksmiði er á kili.
Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti.
Tveir seðlar (við fremsta saurblað) með hendi Árna Magnússonar.
lyti lyda sveitar
lundar stals og sprundein
halda hyrra valdra
hiarta pryde biarta
ord, verk, athfn styrkua
attalauser vel þrottir
hvad frïdur Sæmundur fradi
færdi i sgu vellerdur.
Ulfens leifar asom tär T ur
eirninn skipaskreyte madr
recka glede og rdullinn klär ä söl
ritad mannsins hvite. laxa leid ös
lä vid ræfur mödu hnikar beid ïs
med hlyrnis liosa gordu söl
“ (sjá blað 132v.).Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 651. Það var áður í sömu bók og Ragnars saga loðbrókar í AM 282 4to.
Árni Magnússon fékk handritið 1714 hjá Bussæus í Kaupmannahöfn, en hann fékk það hjá Andreas Stud (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 4. apríl 1975.
VH skráði handritið 6. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, GI skráði 13. desember 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 26. maí 1887. Katalog I; bls. 651-652 (nr. 1237).
Bundið af Otto Ehlert á árunum 1911-1913.