Skrá yfir hina ýmsu einstaklinga á 222 lausaseðlum og blöðum, yfirleitt einn einstaklingur á hverjum seðli. Misjafnt er hversu miklar upplýsingar eru um hvern og einn, en yfirleitt er tekið fram staða, heimili og dánardagur og ár. Stundum eru ítarlegri upplýsingar eða ferill, t.d. fæðingarár og dagur, giftingarár og fleira.
Pappír.
Óinnbundið en blöð liggja innan í bókbandi.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 412.
Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 5. janúar 2024.