Skráningarfærsla handrits

Lbs 2108 b 8vo

Stílar og glósur úr Lærða skólanum ; Ísland, 1870-1880

Tungumál textans
íslenska (aðal); þýska; latína; danska

Innihald

1
Stílabækur og útleggingar Jóns Þorkelssonar
Athugasemd

Stílabækur og útleggingar Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar frá því hann var í Lærða skólanum (1876-1882). Glósur og stílar úr íslensku, latínu, dönsku og þýsku. 8 hefti.

2
Skólaþýðingar
Athugasemd

5 hefti alls. Þýðingar úr Lærða skólanum á eftirfarandi verkum: Memorobilia Sókratesar eftir Xenophon (2 hefti), Tímon eftir Lúkían og orðaskrá úr sama verki (2 hefti) og 1 hefti með nokkrum kvæðum eftir Horatíus og hluta af 8. bók Heródótusar. Ýmsar hendur, flestar óþekktar nema þýðingin á Lúkían og orðaskráin á verkinu, hún er með hendi Markúsar Ásmundarsonar Johnsen, síðar lyfsala á Seyðisfirði.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur; Þekktir skrifarar:

Jón Þorkelsson

Markús Ásmundarson Johnsen

Band

13 hefti.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, um 1870-1880.
Aðföng
Gjöf frá Guðbrandi Jónssyni rithöfundi 1924.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 409.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 19. desember 2023.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn