Teikningar þessar eru byggðar á útlínuteikningum sem er að finna í bók Jónasar Rafnar: Bæjalýsingar og teikningar. Akureyri 1975.
Teikningar af 24 torfbæjum í innanverðum Eyjafirði 1874–1946. Teikningarnar eru gerðar af Guðmundi Júlíusi Frímannssyni , kennara og skólastjóra á Hjalteyri. Teikningar þessar byggði hann einkum á teikningum Jónasar Rafnar , læknis. Teikningar Jónasar, sem birtust í bók hans „Bæjarlýsingar og teikningar“ (útg. 1975), sýndu útlínur bæjanna og þá herbergjaskipan sem þar var. Guðmundur naut einnig fyrirsagnar Sigurðar Gunnars Jóhannessonar kennara um suma þessara torfbæja. Þá hafði hann ljósmyndir af nokkrum bæjanna til að styðjast við. Upphaflega hóf hann þessa vinnu vegna þess að vinur hans bað hann um að teikna myndir af nokkrum bæjum fyrir sig eftir teikningum Jónasar en síðar hélt Guðmundur áfram að teikna bæjamyndirnar sér til gamans í frístundum sínum. Guðmundur mun hafa gert þessar teikningar á áttunda áratug 20. aldar. Teikningarnar eru allar merktar með nafni bæjanna og ártölum sem er að finna í bók Jónasar Rafnar. Hluti þessara teikninga eru til varðveittar í ljósriti á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Pappír.
Óinnbundið.
Keypt í Bókinni 4. október 1993.
Sett á safnmark í desember 2013.