Þetta handrit er samtíningur og er allt á lausablöðum, þó sumt liggi innan í heftum. Þau blöð sem ekki liggja innan í heftum falla hér undir. Mest eru það sálmar og kvæði eftir séra Hallgrím Pétursson. Einnig liggja víða blöð með rímnatitlum ásamt upphafi þeirra.
„María“
Saman í hefti liggja nokkur blöð sem tengjast Maríu mey (Maríu Guðsmóður). Einkum eru uppskrifuð Maríukvæði og vísur en einnig liggur hér listi yfir kirkjur á Íslandi helgaðar Maríu mey.
„Postular“
Saman í hefti liggja nokkur blöð um postula. T.d. er listi yfir íslenskar kirkjur helgaðar postulum og einnig eru nokkur postulakvæði og vísur.
„Ólafr“
Saman í hefti liggja nokkur blöð um Ólaf helga Noregskonung. Fremst er listi yfir kirkjur á Íslandi helgaðar Ólafi og síðan fylgja í kjölfarið nokkrar Ólafsvísur og kvæði.
„Ýmis andleg kvæði“
Saman í hefti liggja nokkur andleg kvæði á lausablöðum.
„Heimsádeilur.“
Saman í hefti liggja nokkur heimsádeilukvæði á lausablöðum.
„Guðspjallavísur“
Saman í hefti liggja nokkur uppskrifuð guðspjallakvæði á lausablöðum.
„Guð og Kristur“
Saman í hefti liggja nokkur uppskrifuð kvæði á lausablöðum sem fjalla um Guð og Krist.
„Helgar meyjar“
Saman í hefti liggja nokkur uppskrifuð kvæði á lausablöðum um helgar meyjar.
„Kross“
Saman í hefti liggja nokkur uppskrifuð krosskvæði á lausablöðum.
Pappír.
Óinnbundið.
Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 412.
Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 9. janúar 2024.