„Ala skal barn hvert sem borið verður …“
„… og liggur iii marka sekt við hver er eigi lýkur.“
„Í nafni föðurs og sonar og heilags anda …“
Viðbót frá ca 1500.
Viðbót frá 1637.
Handritið hefur síðar verið blaðsíðumerkt 1-202.
Handritið er mikið skemmt af völdum raka og víða fúið, einkum fremst og aftast.
Óþekktur skrifari/skrifarar, léttiskrift.
Band frá júlí 1975 (233 mm x 190 mm x 55 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, leður á kili og hornum. Saumað og límt á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.
Gamalt band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handgerðum pappír. Blár safnmarksmiði á kili.
Tveir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar:
Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.
Handritið er skrifað á Íslandi. Meginhluti þess (bl. 2v-101r:12) er tímasettur til ca 1440-1480 (sbr. ONPRegistre , bls. 445), en til ca 1400 í Katalog I , bls. 426). Um síðari tíma viðbætur sjá að ofan.
Árni Magnússon fékk handritið frá Katrínu Torfadóttur í Bæ í Flóa, fyrst að láni 1704, svo til eignar 1708 (sbr. seðla).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 20. nóvember 1981.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1975.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.