Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 137 4to

Lög ; Ísland, 1440-1480

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-v)
Bæn
Titill í handriti

Bæn fyrir dómendur

Upphaf

Almáttugi eilífi Guð og himneski faðir …

Niðurlag

… um allar aldir alda. Amen.

Athugasemd

Skrifuð 1637 (sbr. neðst á bl. 1v).

Efnisorð
2 (2r)
Fjármark Helga Halldórssonar í Miðhúsum
Athugasemd

Einnig nöfn, pennakrot o.þ.h.

Efnisorð
3 (2v)
Dies mala
Titill í handriti

Dies mala

Upphaf

Tveir eru þeir dagar …

Athugasemd

Um þá óheilladaga mánaðarins þegar ekki er hægt að stunda lækningar.

Efnisorð
4 (2v-12r)
Réttarbætur
Upphaf

Hákon meður Guðs náð …

Niðurlag

… sé til lögmanna stefnt.

Athugasemd

Þ.á m. Gamli sáttmáli (bl. 3v-4r) og Stefna til örvarþings á Grafarbakka (bl. 11v).

Efnisorð
5 (12v-82v)
Jónsbók
Upphaf

Magnús með Guðs miskunn Noregs kóngur …

Niðurlag

… en meta þá til fullra aura.

Efnisorð
6 (82v-101r)
Kristinréttur Árna biskups
Upphaf

Ala skal barn hvert sem borið verður …

Niðurlag

… og liggur iii marka sekt við hver er eigi lýkur.

7 (101r)
Gamli sáttmáli
Upphaf

Í nafni föðurs og sonar og heilags anda …

Athugasemd

Viðbót frá ca 1500.

Efnisorð
8 (101v)
Um fátækraskatt
Athugasemd

Vantar aftan af texta.

Viðbót frá ca 1500.

Efnisorð
9 (101v)
Um landbúnað
Athugasemd

Viðbót frá 1637.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 101 + i blað, auk blaðræmu 35bis (215 +/- 2 mm x 160 +/- 2 mm). Blöð 1 og 2r voru upprunalega auð.
Tölusetning blaða

Handritið hefur síðar verið blaðsíðumerkt 1-202.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 143-160 mm x 105-112 mm.
  • Línufjöldi er að jafnaði 29.
  • Upphafsstafir víða dregnir út úr leturfleti.
  • Gatað fyrir línum.

Ástand

Handritið er mikið skemmt af völdum raka og víða fúið, einkum fremst og aftast.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari/skrifarar, léttiskrift.

Skreytingar

Leifar af upphafsstöfum í ýmsum litum.

Leifar af rauðrituðum fyrirsögnum.

Pennaflúr með laufteinungum er víða undir síðustu orðum á síðu (sbr. bl. 18r, 21v, 44r, 60r, 61r, 71r, 97r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band frá júlí 1975 (233 mm x 190 mm x 55 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, leður á kili og hornum. Saumað og límt á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi.

Gamalt band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handgerðum pappír. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Tveir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar:

  • Seðill (160 mm x 105 mm) frá um 1708: Þessi lögbók er Katrínar Torfadóttur í Bæ í Flóa, léð mér 1704. Á ég henni aftur að skila. Þar í er árstökurettarbótin. Nu 1708. 000000 ég hana.
  • Smáseðill (130 mm x 60 mm) frá um 1710: Réttarbætur nokkrar. Jónsbók. Kristinréttur Árna biskups. Bókin er m000 komin til mín frá Katrínu Torfadóttur.

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Meginhluti þess (bl. 2v-101r:12) er tímasettur til ca 1440-1480 (sbr. ONPRegistre , bls. 445), en til ca 1400 í  Katalog I , bls. 426). Um síðari tíma viðbætur sjá að ofan.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Katrínu Torfadóttur í Bæ í Flóa, fyrst að láni 1704, svo til eignar 1708 (sbr. seðla).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 20. nóvember 1981.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P528.-29. desember 2009.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 16. júlí 2003.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 16. október 1886 (sjá Katalog I 1889:426 (nr. 801) .

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1975.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Boulhosa, Patricia Pires
Titill: Saga, A response to "Gamli sáttmáli - hvað næst?"
Umfang: 49:2
Höfundur: Þórdís Edda Jóhannesdóttir
Titill: Marginalia in AM 510 4to, Opuscula XVII
Umfang: s. 209-222
Lýsigögn
×

Lýsigögn