„Njáls saga.“
„Mörður er maður nefndur …“
„… Son Brennu-Flosa var Kolbeinn er ágætastur maður hefur verið einhver í þeirri ætt.“
Og ljúkum við þar Brennu-Njáls sögu.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 7 litlum bjöllum á kraga og 3 meðalstórum hringjum // Ekkert mótmerki ( dárahöfuðið föstum seðli fremst í handriti, ÁM ritar undir).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 1-4 , 9 , 12 , 14-15 , 19 , 21 , 23-24 , 28 , 30-34 , 37-38 , 41? , 45-47 , 53-56 , 61-64 , 69-72 , 79-80 , dárahöfuð á blaði 41 er mjög óljóst).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Tveir turnar 1 ( 77-78 , 82 , 85-86 , 88 , 92 , 94-96 , 99-100 , 103-105 , 107-108 , 111 , 113 , 115 , 116 , 119 , 121 , 148 , 154-156 , 160-162 , 165-166 ) // Mótmerki: Fangamark PH ( 75-76 , 83-84 , 87 , 90 , 93 , 98 , 101-102 , 106 , 109-110 , 112 , 114 , 117-118 , 120 , 128 , 149 , 153 , 157-159 , 163-164 , 167-169 ).
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Tveir turnar 2, með fjórum egglaga gluggum og lindifuru ( 122 , 125-126 , 129-132 , 139-140 , 143-147 ) // Mótmerki: Skjaldarmerki í arnarlíki, með kórónu og bókstöfum AS ( 123-124 , 127 , 133-138 , 141-142 , 150-152 ).
23 kver:
Band frá 1911-1913 (275 mm x 160 mm x 40 mm). Bókfell er á kili, pappírsklæðning.
Band frá 1700-1730. Spjöld og kjölur eru klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti (nú í Acc 7).
Handritið er skrifað á Íslandi og það er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 99, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1625-1672.
Uppskrift eftir Gullskinnu, sem Brynjólfur Sveinsson biskup nefnir svo (sbr. JS 409 4to).
Jón Þorkelsson nefnir handritið Vigfúsarbók í Om håndskrifterne af Njála. Njála II.
Vigfús Hannesson frá Bræðratungu átti handritið árið 1699 og Guðríður Sigurðardóttir árið 1700, en Árni Magnússon fékk það frá Vigfúsi Hannessyni árið 1711 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. október 1974.
Bundið af Otto Ehlert 1911-1913.
Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730.