Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 589 f 4to

Sögubók ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-13r)
Sturlaugs saga starfssama
Upphaf

… en lið þeirra leggst í hernað með skip þeirra …

Niðurlag

… Sturlaugur varð ellidauður á dögum Frið-Fróða konungs.

Baktitill

Og er komin sagan á enda og eg vil oss guði senda og lýkur hér þessi sögu.

Athugasemd

Vantar framan af.

2 (13r-36v)
Göngu-Hrólfs saga
Upphaf

Margar frásagnir hafa menn saman sett …

Niðurlag

… frægð eður visku …

Athugasemd

Óheil.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
36 blöð (192-200 mm x 158-165 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með bleki, 1-36.

Kveraskipan

Fimm kver.

 • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
 • Kver II: bl. 7-18, 4 stök blöð (7-8 og 17-18) og 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 19-24, 1 tvinn (19 og 22) og 4 laus blöð.
 • Kver IV: bl. 25-31, 3 tvinn og laust blað.
 • Kver V: bl. 32-36, 2 tvinn og stakt blað (33).

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 152-165 mm x 140-145 mm.
 • Línufjöldi er 29-35.
 • Sums staðar er gatað fyrir línum, t.d. 1, 3-4, 19-24.

Ástand

 • Eitt blað vantar á eftir bl. 17, eitt á eftir bl. 22 og eitt á eftir bl. 31.
 • Stök blöð aftarlega í handritinu skert vegna afskurðar.
 • Upprunaleg skrift skafin burt á neðri helmingi bl. 36v.
 • Göt á bl. 1, 16, 22-24, 27-30, 34-36. Á bl. 10, 17 og 33 hefur verið gert við göt.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Leifar af upphafsstöfum og fyrirsögnum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar með yngri hendi víða, sumt guðrækilegs efnis: 4r, 6v, 7v, 9r-v, 10v, 11v, 12v, 18r-v, 19r-v, 20v, 21r, 25r, 28v, 31v, 34v, 36r.

Band

Band frá 1977 (209 mm x 190 mm x 33 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju ásamt eldra bandi.

Eldra band frá ca 1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Á aftara spjaldblaði sést spegilmynd af prentuðu máli.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (156 mm x 76 mm) fremst með titlum sagnanna á rektóhlið Saga af Sturlaugi starfsama /: deest initium /Saga af Göngu-Hrólfi.
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 15. aldar (sbr. ONPRegistre, bls. 456), en til 15. aldar í  Katalog I , bls. 755. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 589 a-e 4to.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá mag. Birni Þorleifssyni (sbr. AM 435 a 4to, bl. 101v (bls. 34-35 í prentaðri útgáfu), og seðil í AM 589 a 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. mars 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS endurskráði samkvæmt reglum TEI P5 11. ágúst 2009 og síðar.

DKÞ færði inn grunnupplýsingar 25. ágúst 2003.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 24. janúar 1888 ( Katalog I 1889:756 (nr. 1488) ).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í ágúst 1966.

Bundið að nýju í Kaupmannahöfn 1978.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Ljósprent í  Early Icelandic Manuscripts in Facsimile XI (1977).

Notaskrá

Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: , Mírmanns saga
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 17
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Hákonar saga Hárekssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Overgaard, Mariane
Umfang: 32
Höfundur: Lavender, Philip
Titill: Opuscula XVI, Saxo in Iceland again : Vermundar þáttur og Upsa
Umfang: s. 149-177
Höfundur: Skårup, Povl
Titill: Tre marginalnoter om Erex saga, Gripla
Umfang: 6
Titill: , Tiodielis saga
Ritstjóri / Útgefandi: Ohlsson, Tove Hovn
Umfang: 72
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 589 f 4to
 • Efnisorð
 • Fornaldarsögur
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn