Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

Þjms 611

Skoða myndir

Antiphonarium; 1200-1299

Nafn
Björn Halldórsson 
Fæddur
14. nóvember 1823 
Dáinn
19. desember 1882 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Ljóðskáld; Bréfritari; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir 
Fædd
1997 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Föstudagurinn langi.
Tungumál textans
Latína

Innihald

1(1r-1v)
Enginn titill
1.1(1r)
Upphaf

... [steterun]t contra me. Astiterunt reges terre et prin[cipes]...

Niðurlag

„ ... meam. Eripe me ... “

Aths.

Föstudagurinn langi: Morgunbænir: R4 Tradiderunt me (lok) V Astiterunt reges R5 Jesum tradidit V Et ingressus R6 Ingressus pilatus V Tunc ait illis A7 Ab insurgentibus Ps Eripe me

1.2(1v)
Upphaf

... Captabunt in animam iusti, et sanguinem innocent[em] ...

Niðurlag

„ ... capite emisit spiritum. tunc un[us ex] militibus ... “

Aths.

Morgunbænir (áfrh.): A9 Captabunt Ps Deus ultonium R7 Barrabas latro V Ecce turba R8 Velum templi V Petre scisse sunt R9 Tenebrae factae sunt (lýkur ekki fyllilega). Öll messutón eru sködduð.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (222 mm x 162 mm).
Ástand
Skert að ofan og á öðrum jaðri. Geirar hafa verið klipptir í blaðið. Það hefur verið haft í band. Rifur eru í blaðinu, en þær skerða ekki lesmál. Bl. 1r hefur snúið út og skrift er töluvert máð. Bl. 1v er skýrara.
Umbrot

Eindálka. 13 línur í hverjum dálki.

Leturflötur er 195 mm x 146 mm.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Rauðir nótnastrengir.

Rauðar fyrirsagnir.

Nótur

Nótur fyrir ofan hverja línu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 13. aldar.
Ferill
Kom til Þjóðminjasafns 3/8/1868 frá Birni prófasti Halldórssyni í Laufási. Þjóðminjasafn afhenti Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu 11/5/2011.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 20. júlí 2021.

« »