Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

SÁM 43

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Skírnisför — Hyndluljóð; 1700-1799

Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Samsonarson, Marínó 
Fæddur
24. janúar 1931 
Dáinn
16. september 2010 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður; Gefandi 
Ítarlegri upplýsingar
Titilsíða

Continentur hoc libro duo antiqvissima nostra poemata. 1.Skírnisför /: s(ive) iter Schirneri: / qvem Freyus Niórdi filius Odini Nepos Jötunheimos misit eo fino ut Gerdam Gimeri filiam sibi uxorem conciliaret. 2. Hindluljóð /: Carmen Hindlæ: / Hic inducitur fæminæ qvodam Deam ex gigantum stemmate … Utrumq(ve) pertient ad eam carminum collectionem qvæ Edda Sæmundina appellat(ur) Exarata sunt adcurate et ut videtur sub initium sec(uli) MDC. Reichavicae d. 20 Martii. MDCCCXIV. Gerrus Vidalinus.

Tungumál textans
Íslenska (aðal); Latína

Innihald

1(1r-6v)
Skírnisför
Titill í handriti

„Skírnisför“

Upphaf

Freyr sonur Njarðar hafði sest í Hliðskjálf …

Niðurlag

„… en sjálf hálf hýnótt.“

Efnisorð
2(7r-13v)
Hyndluljóð
Titill í handriti

„Hyndluljóð“

Upphaf

Vaki mær meyja, vaki mín vina …

Niðurlag

„… bið eg Óttari, öll goð duga.“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 7 + ii blöð (310 mm x 191 mm). Neðri hluti blaðs 7v er auður.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðsíðutal með blýanti.

Kveraskipan

Eitt kver.

Ástand

Á jaðar blaða hafa víða verið límdir bréfrenningar til styrkingar; sömuleiðis hafa innri spássíur verið styrktar.

Blöð eru blettótt og skítug.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 240 mm x 140 mm
  • Línufjöldi er 20-26.

Skrifarar og skrift

Skriftin er stæling á miðaldaskrift. Hún er mjög blönduð, til dæmis er n-ið þröngt, sbr. í karólínskri skrift (sjá t.d. 'sonur' á blaði 1r) og á stundum eru hásteflingar fyrir N eins og tíðkaðist á fyrri öldum (14. og 15. öld, sbr. 'en' á blaði 3r). Sömuleiðis má greina av-líming fyrir ö (sjá t.d. 'alfröðull' á blaði 1r); lykkju-o og -e fyrir æ (sjá t.d. blað 5r. Sumir stafir eru mjög opnir, sbr. þ (mjög belgmikið) (sjá t.d. 'þurs' á blaði 5r); N, sbr. 'Njörður' (sjá blað 1r). Sum orð eru einnig rituð þannig að um alla stafi þeirra loftar (sjá t.d. 'Meþ' á blaði 5r; 'opt' á blaði 6v; 'ocur' á blaði 8v).

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Frásagnarmyndir eða skreytingar með ýmsum fígúrum, staðsettar á neðri spássíu, sbr. t.d. neðst á blaði 5r en þar er mynd af manni á hesti við eftirfarandi texta: „þá reið Skírnir heim.“ Sömuleiðis eru tíu hausar settir neðst á blað 9r en tíu nöfn eru þar nefnd í textanum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á blaði því sem hér er talið fremra saurblað eru skrifaðar nokkrar línur. Af því sem lesa má er t.d. „há[æruv]erðugur biskup… yðar[…]“; og nokkru neðar: „Húsavík 7.[…]. 1784“; „[…] þénustu skyldugur […] Þorlákur Jónsson“.
Band

Band (án dags.) (320 mm x 198 mm x 13 mm). Pappaspjöld klædd rauðbrúnum pappír sem myndar jafnframt kjöl bandsins. Pappír er farinn að trosna á hornum kápuspjalda og kjölur úr sama pappír er farinn að gefa sig; á hann hefur verið skrifað: „Icelandic“, „Skírnisför“ og „Hyndluljóð“.

Fylgigögn

Miði frá Sotheby Parke Bernet Group Ltd. með upplýsingum um uppboðsskrifstofur þeirra víða um heim (aftan á miða stendur handskrifað „Guðmundsson“; „4992“).

Pappírsafrifa með númeri handrits í uppboðsskrá.

Hvítur miði með ártalinu „1977“ sem skv. ópr. skrá SÁM-handrita (bls.14) er kaupár handritsins.

Uppruni og ferill

Uppruni

Efst á síðu 1 stendur: „Videtur esse manus Joannis Erlendi filii sacerdotis, qui tempore Bryniolfi et Thordi Episcopp. vixit et priscis monumentis exscibentis faman non nullam meruit.“ Þessa fullyrðingu um aldur er talið rétt að draga í efa. Stefán Karlsson telur að fyrningareinkenni sem fram koma í handriti séu einkenni sem komi fram í bókum Skálholtsprentsmiðju seint á 17. öld. Þar er t.d. átt við þ fyrir d í orðum sem það hafi aldrei átt heima í, sbr. 'hlanþ' í stað 'hland'. Handritið er því talið vera frá því um 1700 þótt það sé engan veginn öruggt.

Ferill

Handritið var keypt af Guðmundi Axelssyni fornbókasala 28. júní 1977 á uppboði hjá Sotheby í London. Í prentaðri uppboðsskrá er handritið númer 4991(Bibliotheca Phillippica. New Series: Nineteenth Part) (sbr. ópr. skrá SÁM-handrita).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS lagfærði 24. febrúar 2010.
  • VH skráði handritið 11.-15. september 2008.
  • Jón Samsonarson skráði ca 1970 (Sjá vélritaða handritaskrá yfir SÁM-handrit sem varðveitt er á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
« »